Skoðun

Vanþekking og vanvirðing á hlutverki skólstjórnenda

Svanhildur María Ólafsdóttir skrifar
Það er alveg ótrúleg vanþekking og vanvirðing á hlutverki og starfi skólastjórnenda í Reykjavík sem formaður borgarstjórnar Dagur B. Eggertsson setur fram í fréttum sjónvarps fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Hann teflir því fram að til þess að þurfa ekki að skera niður lögbundna þjónustu við nemendur þá þurfi að skera niður í yfirstjórn leik- og grunnskóla í borginni með sameiningu skóla.

Hann segir einnig orðrétt „að sparnaður í yfirstjórn, sem fáist með sameiningu skólanna, eigi ekki að bitna á börnunum". Þær hugmyndir og tillögur sem nú liggja á borðinu og ganga lengst með sameiningu og samrekstri leik- og grunnskóla í borginni munu bitna á börnum og foreldrum þeirra þegar t.d. er búið að setja saman stórar rekstareiningar grunnskóla með 2-3 starfstöðum og um 800 nemendum. Hvað verður um faglega uppbyggingu og sérstöðu skólasamfélagsins í slíkri stofnun, samstarf við foreldra, nám við hæfi hvers og eins nemanda, skóla án aðgreiningar sem Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni?

Skólastjórnendur í Reykjavíkurborg hafa í síðastliðin tvö ár náð fram ótrúlegum sparnaði og hagræðingu í rekstri skólanna og eru enn að vinna í þeim málum í samstarfi við sína yfirmenn þrátt fyrir að á sama tíma séu lagðar fram hugmyndir og tillögur um að störf þeirra séu lögð niður og þau einskis metin. Þeir taka meira segja þátt í því að rýna til gagns í þessar hugmyndir og koma með tillögur um margs konar hagræðingu og sparnað til að vernda þroska, líðan og lögbundna menntun nemenda í þessari borg. Verður tekið mið af tillögum skólastjórnenda og varnaðarorðum?

Í dag eru kannanir um líðan og einelti meðal nemenda, viðhorf foreldra, nám nemenda s.s. lestrarskimanir, talnalykil, samræmd próf, Pisa o.fl. að sýna að við erum að ná árangri miðað við það starf sem við erum að vinna að í dag? Hvers vegna skyldi það vera? Hverjir eru faglegir leiðtogar í því starfi?

Til upplýsingar fyrir formann borgarstjórnar, borgarstjóra og aðra borgarfulltrúa þá er hlutverk skólastjórnenda meðal annars að:

  • vera faglegir leiðtogar sem móta skólamenningu, stefnu og framtíðarsýn í samstarfi við starfsmenn, nemendur og foreldra
  • bera ábyrgð á þroska, líðan og námi nemenda
  • bera ábyrgð á gæðum skólastarfsins
  • bera ábyrgð á starfsþróun starfsmanna
  • bera ábyrgð á að fylgja lögum og reglugerðum

    bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um þroska, líðan og nám barna þeirra

    að reka samfélag starfsmanna, nemenda og foreldra
Það er eitt sem gleymdist í þessari upptalningu en það er að vera til staðar fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra en ekki í talhólfi eða tölvupósti.




Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×