Efling lýðræðisins Kristinn Már Ársælsson skrifar 20. júlí 2011 06:00 Í lýðræðisríkjum er almenningur handhafi valdsins. Þrátt fyrir það hefur valdið þjappast saman á hendur fárra á sviði stjórnmálanna og efnahagslífsins. Við berum ábyrgð á því og þurfum að taka til hendinni, efla og dýpka lýðræðið. Okkur ber í raun skylda til þess. Ýmislegt hefur verið reynt erlendis í þessum efnum með góðum árangri. Eftirfarandi eru þrjú dæmi sem eru fallin til þess að dýpka lýðræðið og Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fyrir Stjórnlagaráð. 1. Að tryggja beina aðkomu allra þjóðfélagshópa að ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að vald þjappast saman á hendur fárra innan stjórnmálaflokka. Þær sýna einnig að t.d. fólk með lágar tekjur og litla menntun kemst síður inn á þing eða í aðrar valdastöður. Aldan leggur til að hluti þingmanna verði valinn með slembivali úr þjóðskrá. Þannig megi tryggja að sjónarmið almennings og allra þjóðfélagshópa komist að, beint og milliliðalaust. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að endurspegla viðhorf heildarinnar en t.d. flokkakjörnir sem fylgja hugmyndafræði og baklandi. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að leita umboðs og samstöðu um lausn fyrir heildarhag. Slembivalið tryggir aðkomu þeirra sem hingað til hafa ekki átt upp á pallborðið. Við upphaf lýðræðisins í Grikklandi hinu forna voru fulltrúar valdir með slembivali og nýleg dæmi t.d. frá Bresku-Kólumbíu hafa gefið góða raun. 2. Að tryggja lágmarksdreifingu valds: að ríkisvaldið sé þrískipt. Þingmenn og ráðherra þarf að kjósa sérstaklega af almenningi og dómara þurfa aðrir að skipa en þingmenn og ráðherrar eða fulltrúar þeirra. Þingmenn eru nú þegar kjörnir af almenningi en löggjafarvaldið er mjög háð framkvæmdarvaldinu hérlendis. Víðs vegar er framkvæmdarvaldið kjörið sérstaklega. Aldan telur rétt að allir ráðherrar séu kosnir beint af almenningi og að hver sem er geti boðið sig fram til ráðherraembættis. Til þess að einfalda kosninguna um hvert ráðherraembætti fyrir sig er lagt til að fram fari forval á framboðum til ráðherraembættis með þeim hætti að slembivalsnefnd almennings velji í opnu ferli fjóra frambjóðendur, tvo karla og tvær konur. Á kjörseðli myndi fólk velja á milli fjögurra fyrir hvert ráðuneyti fyrir sig. Þannig eru ráðherrarnir aðskildir frá löggjafarvaldinu. 3. Að ákvarðanir séu teknar í opnum og lýðræðislegum ferlum með aðkomu almennings. Í flokka-fulltrúalýðræði eru ákvarðanir teknar í krafti valds þar sem hugmyndafræðilega ólíkir hópar takast á. Stjórnmálin snúast um baráttu um völd. Við sjáum dæmi þessa í þinginu þar sem ekki fara fram samræður um leiðir að markmiðum heldur er reynt að koma höggi á andstæðinginn. Við þurfum að dreifa valdinu og koma á samræðum. Aldan hefur lagt til að í stjórnarskrá verði heimild til þess að ákvarðanavald sé fært í borgaraþing og lýðræðisleg ákvarðanatökuferli. Í slíkum ferlum eru opnir fundir og fulltrúar taka saman hugmyndir og tillögur á mörgum stigum. Í Porto Alegre í Brasilíu er fjárhagsáætlun borgarinnar unnin í þátttökuferli þar sem allir geta tekið þátt sem vilja og yfir 100.000 koma að vinnunni á hverju ári. Árlega er yfir 20 milljörðum króna varið í uppbyggingu borgarinnar. Þar hafa fjármunir færst frá ríkari svæðum til fátækari. Til þess að efla og dýpka lýðræðið þurfum við að færa valdið út til fólksins sem tekur ákvarðanir í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í lýðræðisríkjum er almenningur handhafi valdsins. Þrátt fyrir það hefur valdið þjappast saman á hendur fárra á sviði stjórnmálanna og efnahagslífsins. Við berum ábyrgð á því og þurfum að taka til hendinni, efla og dýpka lýðræðið. Okkur ber í raun skylda til þess. Ýmislegt hefur verið reynt erlendis í þessum efnum með góðum árangri. Eftirfarandi eru þrjú dæmi sem eru fallin til þess að dýpka lýðræðið og Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fyrir Stjórnlagaráð. 1. Að tryggja beina aðkomu allra þjóðfélagshópa að ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að vald þjappast saman á hendur fárra innan stjórnmálaflokka. Þær sýna einnig að t.d. fólk með lágar tekjur og litla menntun kemst síður inn á þing eða í aðrar valdastöður. Aldan leggur til að hluti þingmanna verði valinn með slembivali úr þjóðskrá. Þannig megi tryggja að sjónarmið almennings og allra þjóðfélagshópa komist að, beint og milliliðalaust. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að endurspegla viðhorf heildarinnar en t.d. flokkakjörnir sem fylgja hugmyndafræði og baklandi. Slembivalsfulltrúar eru líklegri til þess að leita umboðs og samstöðu um lausn fyrir heildarhag. Slembivalið tryggir aðkomu þeirra sem hingað til hafa ekki átt upp á pallborðið. Við upphaf lýðræðisins í Grikklandi hinu forna voru fulltrúar valdir með slembivali og nýleg dæmi t.d. frá Bresku-Kólumbíu hafa gefið góða raun. 2. Að tryggja lágmarksdreifingu valds: að ríkisvaldið sé þrískipt. Þingmenn og ráðherra þarf að kjósa sérstaklega af almenningi og dómara þurfa aðrir að skipa en þingmenn og ráðherrar eða fulltrúar þeirra. Þingmenn eru nú þegar kjörnir af almenningi en löggjafarvaldið er mjög háð framkvæmdarvaldinu hérlendis. Víðs vegar er framkvæmdarvaldið kjörið sérstaklega. Aldan telur rétt að allir ráðherrar séu kosnir beint af almenningi og að hver sem er geti boðið sig fram til ráðherraembættis. Til þess að einfalda kosninguna um hvert ráðherraembætti fyrir sig er lagt til að fram fari forval á framboðum til ráðherraembættis með þeim hætti að slembivalsnefnd almennings velji í opnu ferli fjóra frambjóðendur, tvo karla og tvær konur. Á kjörseðli myndi fólk velja á milli fjögurra fyrir hvert ráðuneyti fyrir sig. Þannig eru ráðherrarnir aðskildir frá löggjafarvaldinu. 3. Að ákvarðanir séu teknar í opnum og lýðræðislegum ferlum með aðkomu almennings. Í flokka-fulltrúalýðræði eru ákvarðanir teknar í krafti valds þar sem hugmyndafræðilega ólíkir hópar takast á. Stjórnmálin snúast um baráttu um völd. Við sjáum dæmi þessa í þinginu þar sem ekki fara fram samræður um leiðir að markmiðum heldur er reynt að koma höggi á andstæðinginn. Við þurfum að dreifa valdinu og koma á samræðum. Aldan hefur lagt til að í stjórnarskrá verði heimild til þess að ákvarðanavald sé fært í borgaraþing og lýðræðisleg ákvarðanatökuferli. Í slíkum ferlum eru opnir fundir og fulltrúar taka saman hugmyndir og tillögur á mörgum stigum. Í Porto Alegre í Brasilíu er fjárhagsáætlun borgarinnar unnin í þátttökuferli þar sem allir geta tekið þátt sem vilja og yfir 100.000 koma að vinnunni á hverju ári. Árlega er yfir 20 milljörðum króna varið í uppbyggingu borgarinnar. Þar hafa fjármunir færst frá ríkari svæðum til fátækari. Til þess að efla og dýpka lýðræðið þurfum við að færa valdið út til fólksins sem tekur ákvarðanir í sameiningu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar