

Með frjálsum viðskiptum lyftum við grettistaki
Ísland í dag
Nýverið lýsti kínverskur fjárfestir, Huang Nubo að nafni, yfir áhuga á að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hyggst hann byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu, þar eð hreinleiki náttúrunnar verður í hávegum hafður. Og ef viðskiptin ganga vel stefnir hann jafnvel á enn frekari uppbyggingu, og þá víðsvegar um landið. Lítum nú raunsætt á málið. Ríkissjóður Íslands skuldar um 1.700 milljarða króna, hér eru gjaldeyrishöft við lýði, háir skattar og gríðarlegt reglufarg, en samt sem áður vill kínverskur auðjöfur koma hingað til lands með gull og græna skóga. Hann ætlar ekki einu sinni að bora eða stífla eitt né neitt, heldur einvörðungu byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu. Flestar þjóðir í veröldinni hefðu boðið hann hjartanlega velkominn en sú er ekki reyndin hér á Íslandi.
Eru Íslendingar sjálfum sér nægir?
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst íhuga það hvort hann gefi Huang Nubo leyfi til að fjárfesta hér innanlands. Þannig er nefnilega mál með vexti að Nubo þarf undanþágu frá forneskjulegum lögum til að hefja uppbyggingu sína. Í þessum tilteknu lögum er kveðið á um að aðeins aðilar innan EES-svæðisins geti keypt íslenskar jarðir til jafns á við Íslendinga og þarf því innanríkisráðherra að veita Nubo undanþágu. Það ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera sjálfsagt mál en er það bersýnilega ekki í þessu tilviki. Það er í lagi að Íslendingur kaupi fasteign hérlendis en þegar erlendur fjárfestir vill gera slíkt hið sama er hann fældur í burtu. Það er eins og að íslensk stjórnvöld haldi að við þurfum ekki á neinum gjaldeyri að halda – að allt sé í himnalagi og að við séum sjálfum okkur einhlít. Þetta sjónarmið er ríkjandi hvaðanæva af landinu og sérstaklega ef litið er til íslenska landbúnaðarkerfisins.
Höft og hindranir neytenda
Hér á Íslandi er fjármunum skattgreiðenda varið í niðurgreiðslur og styrki til landbúnaðar. Skattgreiðendur hafa ekkert val um hvaða bændur eða íslenska framleiðendur skal styrkja og fá að auki ekki að velja hvort þeir vilji yfirhöfuð styrkja íslenskan landbúnað. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra tekur einfaldlega fé skattgreiðenda til sín og dreifir svo að vild til vildarvina og velunnara. Og jafnvel ef skattgreiðendur fengju að eiga sína fjármuni óáreittir væri afar torvelt fyrir þá að kaupa erlendar landbúnaðarvörur enda eru gríðarlegir tollar á slíkum vörum. Þannig að neytandinn á engra kosta völ. Hann verður að verja hluta af fénu sem hann aflar til að niðurgreiða íslenskar landbúnaðarvörur og þarf síðan að kaupa vörurnar dýrum dómi af íslenskum bændum. Ósanngjarnt, ekki satt?
Frelsi til viðskipta
Tollar gera það að verkum að neytendur kaupa ekki þær vörur sem hagstæðast er að kaupa. Ef ódýrara er að flytja vöru inn en að framleiða hana þýðir það að peningum og vinnuafli er betur varið í annað. Þannig auðgast þjóðir. Þær hjálpa hver annarri með verkaskiptingu og sérhæfingu í hverjum geira fyrir sig. Til að mynda seljum við Kínverjum fisk þar sem það er ódýrara fyrir Kínverja að kaupa fiskinn af okkur en að veiða hann og verka sjálfir. Í frjálsum viðskiptum er aukinheldur ekki spurt hvernig bakarinn sé á litinn, eða hvort um sé að ræða Íslending eða Kínverja, heldur hvað hann hefur upp á að bjóða. Þannig segjum við skilið við útlendingaandúðina og fögnum þess í stað umburðarlyndinu.
Skoðun

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
Júlíus Valsson skrifar

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni
Einar Freyr Elínarson skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar