Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar 7. október 2011 06:00 Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun