
Grá skýrsla um tannheilsu Íslendinga
Á öllum Norðurlöndum nema hérlendis sér hið opinbera um eftirlit og viðgerðir á sjúkdómum í munni barna og unglinga fram undir 20 ára aldur og greiðir kostnaðinn að fullu. Hérlendis er aftur á móti ekkert innköllunarkerfi á vegum hins opinbera og hið opinbera greiðir aðeins lítinn hluta kostnaðarins. Afleiðingin er sú að um 40% barna fóru ekki í reglulegt eftirlit með tönnum sínum hérlendis árið 2010 og skemmdirnar urðu því fleiri og stærri.
Vitað er um flest þeirra atriða sem geta skemmt tennur og hægt er að fyrirbyggja þau. Því er mikilvægt, ekki síst fyrir foreldra, að vanda fæðuval, matarvenjur og tannhreinsun. Einnig verða tannlæknar og aðstoðarfólk þeirra að vera dugleg að benda á hætturnar. Flestir vita að sykur, sælgæti og gosdrykkir geta aukið á hættuna á lélegu ástandi tanna og slímhúðar í munni, sérstaklega sé þess neytt oft og í miklum mæli.
Hver Íslendingur neytir meir en 50 kg af sykri á ári og drekkur meira en eina gosflösku af gosdrykkjum á hverjum degi sem hver og ein inniheldur 20 sykurmola.
Þegar sykurinn leysist upp í munninum breytist hann í sýru sem leysir upp yfirborð tannanna og skaðar slímhúðina. Sé stöðugt verið að narta í sætindi liggja tennurnar og umhverfi þeirra stöðugt í sýrubaði og leysast hreinlega upp.
Hættulegast er að byrja daginn með sætindum því að þá eru tennurnar tiltölulega hreinar og óvarðar. Er því óskiljanlegt að félagasamtök skuli árlega afla fjár til góðgerðastarfsemi með því að selja sælgæti og ætla það til neyslu fyrir börn og unglinga fyrst á morgnana. Einnig verður að teljast óæskilegt að staðsetja sælgæti hjá greiðslukössum í matvörubúðum, sem endar oftast með að foreldrar kaupa sér frið með sælgæti á meðan þeim veitir ekki af fullri athygli vegna innkaupanna.
Okkur tókst fyrir nokkrum árum að fækka tannskemmdum um 75% á 15 ára tímabili, svo að við getum ráðið við núverandi lélegt ástand með sameiginlegu átaki og séð jafnframt um að tennur barna og unglinga okkar fái nauðsynlegt eftirlit og meðhöndlun, það er góð fjárfesting.
Skoðun

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar