Handbolti

Hannover vann Íslendingaslaginn gegn Grosswallstadt

Hannes og Ásgeir eru hér í leik gegn Kiel.
Hannes og Ásgeir eru hér í leik gegn Kiel.
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti fínan leik fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld er það lagði lið Sverres Jakobssonar, Grosswallstadt, í þýska handboltanum í kvöld. Lokatölur 34-27 en Hannover leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 17-12.

Ásgeir Örn skoraði fimm mörk í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði þrjú og Hannes Jón Jónsson tvö.

Sverre komst ekki á blað hjá Grosswallstadt og slapp einnig við brottvísanir.

Bæði lið eru með fjögur stig í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×