Handbolti

Kári hafði betur gegn Rúnari í þýska handboltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
HSG Wetzlar vann fínan sigur á Bergischer 33-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en tveir Íslendingar tóku þátt í leiknum.

Kári Kristján Kristjánsson gerði þrjú mörk fyrir Wetzlar í leiknum, en Rúnar Kárason skoraði fjögur fyrir gestina í Bergischer.

HSG Wetzlar er áttunda sæti deildarinnar með sex stig en Bergischer er í 16. sætinu með aðeins tvö stig.

Þá vann Magdeburg góðan sigur á Gummersbach 33-27, en Björgvin Páll Gústavsson kom ekki við sögu í liði Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×