Saman erum við STERK gegn vændi Kristbjörg Kona skrifar 26. nóvember 2011 09:15 Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á umfangi vændiskaupa hér á landi. Þó er að finna vísbendingu í rannsókn sem Landlæknisembættið lét gera um alnæmi á Íslandi 1991. Þar var fólk spurt hvort það hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16% karla höfðu gert slíkt. Viðhorf alþjóðasamfélagsins til vændis hefur breyst mikið undanfarin ár vegna aukinnar vitundar um mansal og órjúfanleg tengsl þess við vændi. Mansal getur nefnilega ekki þrifist nema til sé markaður fyrir vændi, klám og hvers konar kynlífsþjónustu. Rannsóknir á vændi á Norðurlöndunum síðustu 50 árin hafa leitt í ljós að þeir sem stunda vændi gera það í langflestum tilfellum af neyð. Miklar líkur eru á því að einstaklingar í vændi verði fyrir ofbeldi og niðurlægingu og oft festast þeir í skipulagðri glæpastarfsemi þar sem réttindi þeirra eru virt að vettugi. Í gegnum tíðina hefur umræðan um vændi snúist um vændiskonuna og að það sé hún sem skapi vandamálið og tæli kaupandann. Með aukinni þekkingu á málaflokknum hefur umræðan snúist meira og meira að vændiskaupandanum sem vinnuveitanda vændis, þeim sem skapar vændi og heldur því við. Rannsóknir sýna okkur að kaupendur vændis eru nær eingöngu karlar og að þeir kaupa vændi af mörgum ólíkum ástæðum. Rannsóknir í Noregi og Danmörku benda til þess að þeir sem kaupi vændi að staðaldri missi yfirleitt áhugann á konum sem ekki séu í vændi. Almenn virðing fyrir konum og réttindum þeirra minnkar og vændiskaupendur eru mun líklegri til að beita maka sína ofbeldi. Rannsóknir frá Bretlandi sýna að því yngri sem kaupendur eru þegar þeir kaupa vændi í fyrsta skiptið, þeim mun líklegra er að þeir verði háðir vændiskaupum. Norrænar rannsóknir sýna að langstærsti hluti vændiskaupenda kaupir vændi einu sinni til þrisvar sinnum. Nýleg dönsk rannsókn sýnir að 80% þeirra sem hafa keypt vændi í Danmörku gera það vegna þess að „það var eitthvað sem þeir urðu að prófa“. Þessir vændiskaupendur hætta vegna þess að vændið stendur ekki undir væntingum þeirra. Þessi kúnnahópur, „fiktararnir“, er gríðarlega stór og er óhætt að segja að í krafti fjölda síns séu þeir undirstaða vændismarkaðsins. Margir vilja meina að það sé ógerlegt að útrýma vændiskaupum og því sé engin ástæða að reyna. Því fer fjarri lagi. Vændiskaupendur eru nágrannar þínir, besti vinur þinn, pabbi þinn, bróðir eða einhver sem þú metur mikils. Þeir kaupa sér vændi af mörgum ólíkum ástæðum, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa litla sem enga fræðslu fengið um raunverulegt eðli vændis og afleiðingar þess. Samfélagið segir þeim að vændi sé elsta starfsgrein í heimi og þeir geti ekkert gert til að breyta því. Karlmenn eru þannig gerðir ábyrgðarlausir á gerðum sínum. Með vændiskaupum sínum viðhalda karlmenn eftirspurn eftir kynlífi fyrir peninga og skipulögðum markaði af fólki til sölu, oftast konum og börnum. Beint framhald af því er síðan mansal, þar sem hundruð þúsunda kvenna og barna ganga kaupum og sölum aðeins til þess að ákveðnir karlar fái að svala hvötum sínum og forvitni. Nýleg lög sem banna kaup á vændi eru til mikilla bóta. Þau eiga að koma í veg fyrir að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir skipuleggjendur mansals, þau færa ábyrgðina yfir á vændiskaupandann og þau kenna næstu kynslóðum ný gildi. Þessi lög gefa skýr skilaboð um að fólk eigi ekki að vera til sölu. Vöntun á eftirfylgni, fjármagni í fræðslu, forvarnir og rannsóknir hjá m.a. lögreglu leiða þó til þess að lögin eru enn sem komið er bitlaus og skila ekki áætluðum tilgangi. Fáfræði og áhugaleysi vinnur gegn framförum. Við getum dregið úr vændiskaupum með því að breyta hugarfarinu gagnvart vændi, fólki í vændi og síðan vændiskaupendum. Við þurfum að taka ábyrgð á því viðhorfi sem hefur ríkt gagnvart vændi. Við þurfum að dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Við þurfum forvarnir og fræðslu í skólana þar sem ungu fólki er veitt mótvægi við klámvæðinguna sem einkennir samfélag okkar. STERK – forvarnamiðstöð stendur nú fyrir myndbandasamkeppni þar sem leitað er að forvarnamyndbandi sem stuðlar að upplýstri umræðu um vændiskaup og mansal á Íslandi og þar sem sjónum er beint að vændiskaupendum. Markmið er því að fækka vændiskaupum á Íslandi. Skilafrestur er 10. desember og tvenn verðlaun verða veitt, 300 þúsund krónur og 400 þúsund krónur. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðu STERK, www.sterk.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á umfangi vændiskaupa hér á landi. Þó er að finna vísbendingu í rannsókn sem Landlæknisembættið lét gera um alnæmi á Íslandi 1991. Þar var fólk spurt hvort það hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16% karla höfðu gert slíkt. Viðhorf alþjóðasamfélagsins til vændis hefur breyst mikið undanfarin ár vegna aukinnar vitundar um mansal og órjúfanleg tengsl þess við vændi. Mansal getur nefnilega ekki þrifist nema til sé markaður fyrir vændi, klám og hvers konar kynlífsþjónustu. Rannsóknir á vændi á Norðurlöndunum síðustu 50 árin hafa leitt í ljós að þeir sem stunda vændi gera það í langflestum tilfellum af neyð. Miklar líkur eru á því að einstaklingar í vændi verði fyrir ofbeldi og niðurlægingu og oft festast þeir í skipulagðri glæpastarfsemi þar sem réttindi þeirra eru virt að vettugi. Í gegnum tíðina hefur umræðan um vændi snúist um vændiskonuna og að það sé hún sem skapi vandamálið og tæli kaupandann. Með aukinni þekkingu á málaflokknum hefur umræðan snúist meira og meira að vændiskaupandanum sem vinnuveitanda vændis, þeim sem skapar vændi og heldur því við. Rannsóknir sýna okkur að kaupendur vændis eru nær eingöngu karlar og að þeir kaupa vændi af mörgum ólíkum ástæðum. Rannsóknir í Noregi og Danmörku benda til þess að þeir sem kaupi vændi að staðaldri missi yfirleitt áhugann á konum sem ekki séu í vændi. Almenn virðing fyrir konum og réttindum þeirra minnkar og vændiskaupendur eru mun líklegri til að beita maka sína ofbeldi. Rannsóknir frá Bretlandi sýna að því yngri sem kaupendur eru þegar þeir kaupa vændi í fyrsta skiptið, þeim mun líklegra er að þeir verði háðir vændiskaupum. Norrænar rannsóknir sýna að langstærsti hluti vændiskaupenda kaupir vændi einu sinni til þrisvar sinnum. Nýleg dönsk rannsókn sýnir að 80% þeirra sem hafa keypt vændi í Danmörku gera það vegna þess að „það var eitthvað sem þeir urðu að prófa“. Þessir vændiskaupendur hætta vegna þess að vændið stendur ekki undir væntingum þeirra. Þessi kúnnahópur, „fiktararnir“, er gríðarlega stór og er óhætt að segja að í krafti fjölda síns séu þeir undirstaða vændismarkaðsins. Margir vilja meina að það sé ógerlegt að útrýma vændiskaupum og því sé engin ástæða að reyna. Því fer fjarri lagi. Vændiskaupendur eru nágrannar þínir, besti vinur þinn, pabbi þinn, bróðir eða einhver sem þú metur mikils. Þeir kaupa sér vændi af mörgum ólíkum ástæðum, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa litla sem enga fræðslu fengið um raunverulegt eðli vændis og afleiðingar þess. Samfélagið segir þeim að vændi sé elsta starfsgrein í heimi og þeir geti ekkert gert til að breyta því. Karlmenn eru þannig gerðir ábyrgðarlausir á gerðum sínum. Með vændiskaupum sínum viðhalda karlmenn eftirspurn eftir kynlífi fyrir peninga og skipulögðum markaði af fólki til sölu, oftast konum og börnum. Beint framhald af því er síðan mansal, þar sem hundruð þúsunda kvenna og barna ganga kaupum og sölum aðeins til þess að ákveðnir karlar fái að svala hvötum sínum og forvitni. Nýleg lög sem banna kaup á vændi eru til mikilla bóta. Þau eiga að koma í veg fyrir að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir skipuleggjendur mansals, þau færa ábyrgðina yfir á vændiskaupandann og þau kenna næstu kynslóðum ný gildi. Þessi lög gefa skýr skilaboð um að fólk eigi ekki að vera til sölu. Vöntun á eftirfylgni, fjármagni í fræðslu, forvarnir og rannsóknir hjá m.a. lögreglu leiða þó til þess að lögin eru enn sem komið er bitlaus og skila ekki áætluðum tilgangi. Fáfræði og áhugaleysi vinnur gegn framförum. Við getum dregið úr vændiskaupum með því að breyta hugarfarinu gagnvart vændi, fólki í vændi og síðan vændiskaupendum. Við þurfum að taka ábyrgð á því viðhorfi sem hefur ríkt gagnvart vændi. Við þurfum að dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Við þurfum forvarnir og fræðslu í skólana þar sem ungu fólki er veitt mótvægi við klámvæðinguna sem einkennir samfélag okkar. STERK – forvarnamiðstöð stendur nú fyrir myndbandasamkeppni þar sem leitað er að forvarnamyndbandi sem stuðlar að upplýstri umræðu um vændiskaup og mansal á Íslandi og þar sem sjónum er beint að vændiskaupendum. Markmið er því að fækka vændiskaupum á Íslandi. Skilafrestur er 10. desember og tvenn verðlaun verða veitt, 300 þúsund krónur og 400 þúsund krónur. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðu STERK, www.sterk.is.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun