Kjaraskerðing vaxtahækkana Valdimar Ármann skrifar 26. nóvember 2011 00:00 Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar