Dómur Hæstaréttar festir gengislánalögin í sessi 15. febrúar 2011 16:14 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið lítur svo á að dómur Hæstaréttar sem féll í gær festi í sessi efnisreglur og forsendur gengislánalaga sem Alþingi setti í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í tilefni af dómnum. Samtök lánþega sendu frá sér tilkynningu vegna dómsins þar sem segir að dómurinn, sem snerist um mál Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestningabankanum, væri stór sigur fyrir lánþega. Fréttastofa reyndi ítrekað að fá svör frá ráðuneytinu vegna dómsins í dag en það hefur nú sent frá sér tilkynningu. Þar eru tíundið eftirfarandi atriði:Húsnæðislánaform Frjálsa fjárfestingarbankans sem m.a. kváðu á um að skuldarar viðurkenndu að skulda íslenskar krónur „að jafnvirði" tiltekinna erlendra mynta, fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Ekki skipti heldur máli þótt lánin væru kölluð „Fasteignalán í erlendri mynt". Þetta er í samræmi við ákvæði laganna frá í desember.Hæstiréttur segir að mestu máli skipti þegar metið er hvort um gilt erlent lán er að ræða eða íslenskt lán með ólögmætri gengistryggingu hvort lánsfjárhæðin sé ákveðin í íslenskum krónum og greiða beri lánið til baka í sömu mynt. Þetta er í samræmi við desemberlögin.Ekki var fallist á það með bankanum að undantekningarákvæði 2. gr. vaxtalaga, sem eiga við ef samið er um betri réttindi fyrir skuldara, leiði til þess að annars ógild gengistryggingarákvæði skuli gilda.Á skuldina ber að reikna svokallaða seðlabankavexti en ekki svokallaða LIBOR vexti (millibankavexti) með álagi. Er skýrt tekið fram að fyrri dómar Hæstaréttar í gengislánamálum hafi fullt fordæmisgildi.Ekki var fallist á að tilvísun skuldara til laga um neytendalán breytti fyrri fordæmum um ákvörðun vaxta (en þeirri málsástæðu hafði ekki verið haldið fram í eldri málum).Varðandi uppgjör á þeim lánum sem um ræddi í málinu er tekið fram í dómi Hæstaréttar að verulega vanti upp á þau hafi verið í skilum miðað við uppreikning samkvæmt seðlabankavöxtum.Í dómnum er þetta orðað: „Samkvæmt ... forsendum fyrir útreikningum hafa sóknaraðilar (skuldarar) ekki ofgreitt af lánum sínum, heldur skortir þvert á móti upp á að full skil teljist hafa verið gerð". Að öðru leyti var ekki fjallað um uppgjör til fortíðar litið þar sem Frjálsi fjárfestingarbankinn gerði ekki sérstaka kröfu þar um fyrir Hæstarétti. Tengdar fréttir Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58 Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið lítur svo á að dómur Hæstaréttar sem féll í gær festi í sessi efnisreglur og forsendur gengislánalaga sem Alþingi setti í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í tilefni af dómnum. Samtök lánþega sendu frá sér tilkynningu vegna dómsins þar sem segir að dómurinn, sem snerist um mál Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestningabankanum, væri stór sigur fyrir lánþega. Fréttastofa reyndi ítrekað að fá svör frá ráðuneytinu vegna dómsins í dag en það hefur nú sent frá sér tilkynningu. Þar eru tíundið eftirfarandi atriði:Húsnæðislánaform Frjálsa fjárfestingarbankans sem m.a. kváðu á um að skuldarar viðurkenndu að skulda íslenskar krónur „að jafnvirði" tiltekinna erlendra mynta, fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Ekki skipti heldur máli þótt lánin væru kölluð „Fasteignalán í erlendri mynt". Þetta er í samræmi við ákvæði laganna frá í desember.Hæstiréttur segir að mestu máli skipti þegar metið er hvort um gilt erlent lán er að ræða eða íslenskt lán með ólögmætri gengistryggingu hvort lánsfjárhæðin sé ákveðin í íslenskum krónum og greiða beri lánið til baka í sömu mynt. Þetta er í samræmi við desemberlögin.Ekki var fallist á það með bankanum að undantekningarákvæði 2. gr. vaxtalaga, sem eiga við ef samið er um betri réttindi fyrir skuldara, leiði til þess að annars ógild gengistryggingarákvæði skuli gilda.Á skuldina ber að reikna svokallaða seðlabankavexti en ekki svokallaða LIBOR vexti (millibankavexti) með álagi. Er skýrt tekið fram að fyrri dómar Hæstaréttar í gengislánamálum hafi fullt fordæmisgildi.Ekki var fallist á að tilvísun skuldara til laga um neytendalán breytti fyrri fordæmum um ákvörðun vaxta (en þeirri málsástæðu hafði ekki verið haldið fram í eldri málum).Varðandi uppgjör á þeim lánum sem um ræddi í málinu er tekið fram í dómi Hæstaréttar að verulega vanti upp á þau hafi verið í skilum miðað við uppreikning samkvæmt seðlabankavöxtum.Í dómnum er þetta orðað: „Samkvæmt ... forsendum fyrir útreikningum hafa sóknaraðilar (skuldarar) ekki ofgreitt af lánum sínum, heldur skortir þvert á móti upp á að full skil teljist hafa verið gerð". Að öðru leyti var ekki fjallað um uppgjör til fortíðar litið þar sem Frjálsi fjárfestingarbankinn gerði ekki sérstaka kröfu þar um fyrir Hæstarétti.
Tengdar fréttir Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58 Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58
Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03