Dómur Hæstaréttar festir gengislánalögin í sessi 15. febrúar 2011 16:14 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið lítur svo á að dómur Hæstaréttar sem féll í gær festi í sessi efnisreglur og forsendur gengislánalaga sem Alþingi setti í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í tilefni af dómnum. Samtök lánþega sendu frá sér tilkynningu vegna dómsins þar sem segir að dómurinn, sem snerist um mál Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestningabankanum, væri stór sigur fyrir lánþega. Fréttastofa reyndi ítrekað að fá svör frá ráðuneytinu vegna dómsins í dag en það hefur nú sent frá sér tilkynningu. Þar eru tíundið eftirfarandi atriði:Húsnæðislánaform Frjálsa fjárfestingarbankans sem m.a. kváðu á um að skuldarar viðurkenndu að skulda íslenskar krónur „að jafnvirði" tiltekinna erlendra mynta, fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Ekki skipti heldur máli þótt lánin væru kölluð „Fasteignalán í erlendri mynt". Þetta er í samræmi við ákvæði laganna frá í desember.Hæstiréttur segir að mestu máli skipti þegar metið er hvort um gilt erlent lán er að ræða eða íslenskt lán með ólögmætri gengistryggingu hvort lánsfjárhæðin sé ákveðin í íslenskum krónum og greiða beri lánið til baka í sömu mynt. Þetta er í samræmi við desemberlögin.Ekki var fallist á það með bankanum að undantekningarákvæði 2. gr. vaxtalaga, sem eiga við ef samið er um betri réttindi fyrir skuldara, leiði til þess að annars ógild gengistryggingarákvæði skuli gilda.Á skuldina ber að reikna svokallaða seðlabankavexti en ekki svokallaða LIBOR vexti (millibankavexti) með álagi. Er skýrt tekið fram að fyrri dómar Hæstaréttar í gengislánamálum hafi fullt fordæmisgildi.Ekki var fallist á að tilvísun skuldara til laga um neytendalán breytti fyrri fordæmum um ákvörðun vaxta (en þeirri málsástæðu hafði ekki verið haldið fram í eldri málum).Varðandi uppgjör á þeim lánum sem um ræddi í málinu er tekið fram í dómi Hæstaréttar að verulega vanti upp á þau hafi verið í skilum miðað við uppreikning samkvæmt seðlabankavöxtum.Í dómnum er þetta orðað: „Samkvæmt ... forsendum fyrir útreikningum hafa sóknaraðilar (skuldarar) ekki ofgreitt af lánum sínum, heldur skortir þvert á móti upp á að full skil teljist hafa verið gerð". Að öðru leyti var ekki fjallað um uppgjör til fortíðar litið þar sem Frjálsi fjárfestingarbankinn gerði ekki sérstaka kröfu þar um fyrir Hæstarétti. Tengdar fréttir Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58 Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið lítur svo á að dómur Hæstaréttar sem féll í gær festi í sessi efnisreglur og forsendur gengislánalaga sem Alþingi setti í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í tilefni af dómnum. Samtök lánþega sendu frá sér tilkynningu vegna dómsins þar sem segir að dómurinn, sem snerist um mál Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestningabankanum, væri stór sigur fyrir lánþega. Fréttastofa reyndi ítrekað að fá svör frá ráðuneytinu vegna dómsins í dag en það hefur nú sent frá sér tilkynningu. Þar eru tíundið eftirfarandi atriði:Húsnæðislánaform Frjálsa fjárfestingarbankans sem m.a. kváðu á um að skuldarar viðurkenndu að skulda íslenskar krónur „að jafnvirði" tiltekinna erlendra mynta, fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Ekki skipti heldur máli þótt lánin væru kölluð „Fasteignalán í erlendri mynt". Þetta er í samræmi við ákvæði laganna frá í desember.Hæstiréttur segir að mestu máli skipti þegar metið er hvort um gilt erlent lán er að ræða eða íslenskt lán með ólögmætri gengistryggingu hvort lánsfjárhæðin sé ákveðin í íslenskum krónum og greiða beri lánið til baka í sömu mynt. Þetta er í samræmi við desemberlögin.Ekki var fallist á það með bankanum að undantekningarákvæði 2. gr. vaxtalaga, sem eiga við ef samið er um betri réttindi fyrir skuldara, leiði til þess að annars ógild gengistryggingarákvæði skuli gilda.Á skuldina ber að reikna svokallaða seðlabankavexti en ekki svokallaða LIBOR vexti (millibankavexti) með álagi. Er skýrt tekið fram að fyrri dómar Hæstaréttar í gengislánamálum hafi fullt fordæmisgildi.Ekki var fallist á að tilvísun skuldara til laga um neytendalán breytti fyrri fordæmum um ákvörðun vaxta (en þeirri málsástæðu hafði ekki verið haldið fram í eldri málum).Varðandi uppgjör á þeim lánum sem um ræddi í málinu er tekið fram í dómi Hæstaréttar að verulega vanti upp á þau hafi verið í skilum miðað við uppreikning samkvæmt seðlabankavöxtum.Í dómnum er þetta orðað: „Samkvæmt ... forsendum fyrir útreikningum hafa sóknaraðilar (skuldarar) ekki ofgreitt af lánum sínum, heldur skortir þvert á móti upp á að full skil teljist hafa verið gerð". Að öðru leyti var ekki fjallað um uppgjör til fortíðar litið þar sem Frjálsi fjárfestingarbankinn gerði ekki sérstaka kröfu þar um fyrir Hæstarétti.
Tengdar fréttir Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58 Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra. 15. febrúar 2011 14:58
Segir úrskurð Hæstaréttar stórsigur fyrir lánþega Nýfallin úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingabankanum er stór sigur fyrir lánþega, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. 15. febrúar 2011 10:03
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur