Framtíðarþróun Landsvirkjunar Finnur Sveinbjörnsson skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Landsvirkjun kynnti mögulega framtíðarþróun félagsins fyrr á árinu. Í sumar birti félagið mat óháða aðilans GAM Management (GAMMA) á rekstrar- og efnahagslegum áhrifum af mismunandi framtíðarþróun. Félagið kallar eftir umræðu um þetta efni. GAMMA-skýrslan sýnir réttmæti þeirrar ákvörðunar á sjöunda áratugnum að hefja markvissa stórvirkjun fallavatna og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Lengst af voru markaðsaðstæður Landsvirkjun óhagstæðar því nóg var af ódýrri orku víða um heim. Þetta hefur gerbreyst og samningsstaða félagsins gagnvart orkukaupendum er sífellt að styrkjast. Þótt félagið sé stórskuldugt eftir Kárahnjúkavirkjun, blasir við að félagið verður mjög arðbært og fjárhagslega sterkt sé þess gætt að endursemja um orkuverð til stóriðju í hvert sinn sem tækifæri gefst á komandi árum. Þannig sýna útreikningar GAMMA að félagið getur greitt um 50 ma.kr. að meðaltali á ári í arð og tekjuskatt án þess að ráðast í frekari virkjanir. Þannig getur þetta haldið áfram um langan aldur því virkjanir endast áratugum lengur en sem nemur afskriftatíma þeirra. Ljóst er af ársfundi Landsvirkjunar og kynningu félagsins á GAMMA-skýrslunni að því hugnast best að tvöfalda raforkuvinnslu sína á næstu 15 árum. Þetta gerist ekki nema til komi mikil uppbygging hjá núverandi og nýjum orkukaupendum. Í grófum dráttum myndi slík uppbygging tvöfalda möguleika félagsins til að greiða arð og tekjuskatt til ríkissjóðs. Slíkt kann að hljóma vel, sérstaklega þegar þessar fjárhæðir eru settar í samhengi við núverandi útgjöld ríkissjóðs til ýmissa málaflokka. Tvöföldun raforkuvinnslu Landsvirkjunar kallar á mikla fjárfestingu og umsvif, mun meiri en margir átta sig eflaust á. Samkvæmt GAMMA-skýrslunni mun fjárfesting í virkjunum og hjá orkukaupendum nema um 115 ma.kr. á ári þegar hæst lætur á tímabilinu 2015-2019. Til samanburðar nam samanlögð fjárfesting í Kárahnjúkavirkjun og álveri á Reyðarfirði um 259 ma.kr. (á núgengi krónunnar) á fjórum árum. Meðaltalið var því um 65 ma.kr. á ári og þótti mörgum nóg um. Framtíðarhorfur í íslenskum þjóðarbúskap eru sem betur fer afar bjartar. Gott gengi margra annarra atvinnugreina á sama tíma og ráðist yrði í kröftuga uppbyggingu raforkuvinnslu er eingöngu ávísun á enn eitt þensluskeiðið með tilheyrandi efnahagsvanda. Fram hjá því verður nefnilega ekki litið að lítil von virðist vera um samstöðu um grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála, peningamála, ríkisfjármála og verðtryggingar, þótt slíkt sé brýnt og ráði miklu um hagsæld þjóðarinnar. Afstaða mín til mögulegrar framtíðarþróunar Landsvirkjunar er þessi: Ÿ Fyrst og fremst ber Landsvirkjun skilyrðislaust að nýta öll tækifæri sem gefast til að hækka orkuverð til stórnotenda í samræmi við þróun erlendis. Þetta er vænlegasta leiðin til að auka arðsemi félagsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Ÿ Tvöföldun raforkuvinnslu á næstu 15 árum er of geyst farið. Framtíð Landsvirkjunar er þegar björt og mun skila miklum ávinningi. Sjálfsagt er að nýta sterka stöðu félagsins til kröftugrar uppbyggingar á næstu þremur til fimm árum á meðan efnahagslífið réttir úr kútnum. Eftir það er jafnsjálfsagt að rifa seglin. Ÿ Ná þarf víðtækri sátt um uppbyggingu allrar raforkuvinnslu í landinu. Hún má ekki einskorðast við rammaáætlunina. Viðbúið er að Landsvirkjun og aðrir orkuframleiðendur bítist um þau vinnslusvæði sem verða heimiluð í rammaáætluninni og hver þeirra mun vilja virkja sem hraðast og mest. Orð Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Landsvirkjunar, í útvarpsþættinum Vikulokin 9. júlí sl. sýna að það er fyllsta ástæða til að óttast þetta: „Að fólki finnist að Landsvirkjun sé framkvæmdaglöð. Jú, það getur hún vel verið. En Landsvirkjun er nú líka orkuframleiðandi og það er samkeppni um orkuframleiðslu þannig, að hérna, ef að við myndum hverfa af einu svæði, þá bara kemur einhver annar inn, þannig að það er náttúrulega í rauninni gallinn. Hvað náttúrufar snertir, þá er það auðvitað ákveðinn ókostur.“ Ÿ Arðgreiðslur Landsvirkjunar renni í auðlindasjóð sem fjárfesti eingöngu erlendis. Ótvíræðir kostir slíks sjóðs eru tíundaðir í GAMMA-skýrslunni án þess að gert sé ráð fyrir greiðslum í hann. Ég nefni einnig þann möguleika að nýta arðgreiðslurnar um tiltekið árabil til að lækka ógnvekjandi halla á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samhliða því sem lífeyriskerfi opinbers starfsfólks, bankastarfsfólks og annarra launþega verði samræmd. Ÿ Sátt um framtíðarþróun Landsvirkjunar þarf að njörva niður með einhverjum hætti og einangra frá dægursveiflum stjórnmálanna. Eins ætti hiklaust að auka enn frekar fjölbreytni í stjórn félagsins og sjálfstæði frá stjórnmálunum, m.a. með því að fá útlendinga í stjórn þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun kynnti mögulega framtíðarþróun félagsins fyrr á árinu. Í sumar birti félagið mat óháða aðilans GAM Management (GAMMA) á rekstrar- og efnahagslegum áhrifum af mismunandi framtíðarþróun. Félagið kallar eftir umræðu um þetta efni. GAMMA-skýrslan sýnir réttmæti þeirrar ákvörðunar á sjöunda áratugnum að hefja markvissa stórvirkjun fallavatna og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Lengst af voru markaðsaðstæður Landsvirkjun óhagstæðar því nóg var af ódýrri orku víða um heim. Þetta hefur gerbreyst og samningsstaða félagsins gagnvart orkukaupendum er sífellt að styrkjast. Þótt félagið sé stórskuldugt eftir Kárahnjúkavirkjun, blasir við að félagið verður mjög arðbært og fjárhagslega sterkt sé þess gætt að endursemja um orkuverð til stóriðju í hvert sinn sem tækifæri gefst á komandi árum. Þannig sýna útreikningar GAMMA að félagið getur greitt um 50 ma.kr. að meðaltali á ári í arð og tekjuskatt án þess að ráðast í frekari virkjanir. Þannig getur þetta haldið áfram um langan aldur því virkjanir endast áratugum lengur en sem nemur afskriftatíma þeirra. Ljóst er af ársfundi Landsvirkjunar og kynningu félagsins á GAMMA-skýrslunni að því hugnast best að tvöfalda raforkuvinnslu sína á næstu 15 árum. Þetta gerist ekki nema til komi mikil uppbygging hjá núverandi og nýjum orkukaupendum. Í grófum dráttum myndi slík uppbygging tvöfalda möguleika félagsins til að greiða arð og tekjuskatt til ríkissjóðs. Slíkt kann að hljóma vel, sérstaklega þegar þessar fjárhæðir eru settar í samhengi við núverandi útgjöld ríkissjóðs til ýmissa málaflokka. Tvöföldun raforkuvinnslu Landsvirkjunar kallar á mikla fjárfestingu og umsvif, mun meiri en margir átta sig eflaust á. Samkvæmt GAMMA-skýrslunni mun fjárfesting í virkjunum og hjá orkukaupendum nema um 115 ma.kr. á ári þegar hæst lætur á tímabilinu 2015-2019. Til samanburðar nam samanlögð fjárfesting í Kárahnjúkavirkjun og álveri á Reyðarfirði um 259 ma.kr. (á núgengi krónunnar) á fjórum árum. Meðaltalið var því um 65 ma.kr. á ári og þótti mörgum nóg um. Framtíðarhorfur í íslenskum þjóðarbúskap eru sem betur fer afar bjartar. Gott gengi margra annarra atvinnugreina á sama tíma og ráðist yrði í kröftuga uppbyggingu raforkuvinnslu er eingöngu ávísun á enn eitt þensluskeiðið með tilheyrandi efnahagsvanda. Fram hjá því verður nefnilega ekki litið að lítil von virðist vera um samstöðu um grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála, peningamála, ríkisfjármála og verðtryggingar, þótt slíkt sé brýnt og ráði miklu um hagsæld þjóðarinnar. Afstaða mín til mögulegrar framtíðarþróunar Landsvirkjunar er þessi: Ÿ Fyrst og fremst ber Landsvirkjun skilyrðislaust að nýta öll tækifæri sem gefast til að hækka orkuverð til stórnotenda í samræmi við þróun erlendis. Þetta er vænlegasta leiðin til að auka arðsemi félagsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Ÿ Tvöföldun raforkuvinnslu á næstu 15 árum er of geyst farið. Framtíð Landsvirkjunar er þegar björt og mun skila miklum ávinningi. Sjálfsagt er að nýta sterka stöðu félagsins til kröftugrar uppbyggingar á næstu þremur til fimm árum á meðan efnahagslífið réttir úr kútnum. Eftir það er jafnsjálfsagt að rifa seglin. Ÿ Ná þarf víðtækri sátt um uppbyggingu allrar raforkuvinnslu í landinu. Hún má ekki einskorðast við rammaáætlunina. Viðbúið er að Landsvirkjun og aðrir orkuframleiðendur bítist um þau vinnslusvæði sem verða heimiluð í rammaáætluninni og hver þeirra mun vilja virkja sem hraðast og mest. Orð Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Landsvirkjunar, í útvarpsþættinum Vikulokin 9. júlí sl. sýna að það er fyllsta ástæða til að óttast þetta: „Að fólki finnist að Landsvirkjun sé framkvæmdaglöð. Jú, það getur hún vel verið. En Landsvirkjun er nú líka orkuframleiðandi og það er samkeppni um orkuframleiðslu þannig, að hérna, ef að við myndum hverfa af einu svæði, þá bara kemur einhver annar inn, þannig að það er náttúrulega í rauninni gallinn. Hvað náttúrufar snertir, þá er það auðvitað ákveðinn ókostur.“ Ÿ Arðgreiðslur Landsvirkjunar renni í auðlindasjóð sem fjárfesti eingöngu erlendis. Ótvíræðir kostir slíks sjóðs eru tíundaðir í GAMMA-skýrslunni án þess að gert sé ráð fyrir greiðslum í hann. Ég nefni einnig þann möguleika að nýta arðgreiðslurnar um tiltekið árabil til að lækka ógnvekjandi halla á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samhliða því sem lífeyriskerfi opinbers starfsfólks, bankastarfsfólks og annarra launþega verði samræmd. Ÿ Sátt um framtíðarþróun Landsvirkjunar þarf að njörva niður með einhverjum hætti og einangra frá dægursveiflum stjórnmálanna. Eins ætti hiklaust að auka enn frekar fjölbreytni í stjórn félagsins og sjálfstæði frá stjórnmálunum, m.a. með því að fá útlendinga í stjórn þess.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun