Erlent

Argentínska þingið kýs um hjónaband samkynhneigðra

Á Íslandi tóku ein hjúskaparlög gildi 27. júní.
Á Íslandi tóku ein hjúskaparlög gildi 27. júní.
Argentínska þingið mun hefja umræður um hvort lögleiða eigi hjónaband samkynhneigðra þar í landi.

Þingið er tvískipt: Fulltrúadeildin hefur samþykkt lögin og mun öldungadeildin nú taka málið til afgreiðslu.

Lögin, sem leyfa einnig samkynhneigðum pörum að ættleiða börn, hafa mætt mikilli andstöðu frá kaþólsku kirkjunni og öðrum trúarhópum, segir í frétt BBC.

Þúsundir mótmæltu fyrir utan þinghúsið þegar fulltrúadeildin kaus um lögleiðinguna.

Á Íslandi tóku ein hjúskaparlög gildi 27. júní. Einkum var það réttarbót fyrir samkynhneigða en þeir höfðu fram að þessu ekki mátt ganga í hjúskap, heldur í staðfesta samvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×