Erlent

Danir finna fyrir agavandamálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn að leik. Mynd/ AFP
Börn að leik. Mynd/ AFP
Næstum hvern einasta dag koma upp vandamál vegna hávaða í skólastofum. Þetta sýna niðurstöður sem gerðar voru á meðal danskra nemenda. Niðurstöðurnar sýna einnig að þetta hefur skaðleg áhrif á nám barnanna.

„Við stríðum við alvarlegt agavandamál í dönskum skólum," segir Niels Egelund, prófessor í menntavísindum. Hann segir ekki hægt að líta svo á að vinnuumhverfið sé í lagi ef tveir eða fleiri nemendur séu gjammandi í tíma, á rápi um skólastofuna, að henda pappír eða úða vatni út um allt.

Talsmaður danskra nemenda, hinn 15 ára gamli Troels Boldt Rømer, hefur hins vegar litlar áhyggjur af málinu. Hann segir að ástæðan fyrir því að nemendur séu með hávaða sé einfaldlega sú að þeir njóti sín í skólanum.

DR greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×