Innlent

Kærandi hyggst greiða atkvæði

Af á annað hundrað manns á kjörskrá misstu sjö Flateyingar af sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Af á annað hundrað manns á kjörskrá misstu sjö Flateyingar af sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kosningar til sveitarstjórnar verða í Reykhólahreppi laugardaginn 24. júlí.

Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, kærði framkvæmd kosningarinnar sem fram fór 29. maí. Kæran var tekin til greina þar sem kjörstjórn hafði láðst að setja fram nægar upplýsingar fyrir íbúa Skáleyja og Flateyjar í undanfara kosninganna. Hafsteinn segir allar upplýsingar liggja fyrir að þessu sinni.

„Sjö manns sem voru hér í Flatey misstu af kosningunum. Við vissum raunar ekki hvort það yrði kosið eða ekki því það gat hafa komið fram einn listi og þá væri ekki kosið," segir Hafsteinn sem býst við að þurfa að fara á Reykhóla til að kjósa. Allir kjörgengir íbúar séu í kjöri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×