Glötum ekki fjöregginu 15. september 2010 06:00 Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er aldargamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokkalegu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgyllingum en alvöruefni. Við höfum ríkisstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rökræðu, þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi. Algengasta uppspretta umræðunnar er þjóðremba í fjölbreyttum búningi. Hún fyllir út tómarúmið. Það var þessi hrokafulla og heimska þjóðremba sem gegnsýrði þjóðlífið og sem í bland við háskalega hugmyndafræði kom okkur á kné. Nú stendur þjóðin fjárvana og vinalítil og kann ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Hún telur sig vera umsetin erlendum andskotum. Það voru hins vegar íslenskir víkingar sem gerðu strandhögg víðsvegar um Evrópu, ekki öfugt.Samskipti við útlöndVið höfum nú þegar klúðrað samskiptum okkar við helstu vinaþjóðir. Það reynist lífseigt að kenna öðrum um eigið klandur. Við erum bestir í því. Icesave málið verður að leysa. Þröngsýnir þjóðhyggjulögfræðingar mega ekki ráða ferðinni lengur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr komumst við ekkert framhjá Bretum og Hollendingum í þessu máli. Ekki batnar staðan ef við, sem mærum okkur af sjálfbærum fiskveiðum, erum reiðubúin til að ofveiða makríl til að ná veiðireynslu. Hér ráða sérhagsmunir enn og aftur ferðinni. Við verðum að líta á okkur sem hluta af samfélagi evrópskra vinaþjóða, en ekki sem umkomulaust vandræðabarn, sem abbast uppá aðkomufólk til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér hve sjálfstætt og óháð það er.Í samfélagi þjóða er traust tryggasta vopn smáþjóða. Þær ráða engu um ganga heimsmála og afar litlu um afdrif svæðisbundinna úrlausnarefna, nema hafa með sér trausta bandamenn. Jón Baldvin nýtti sér þessa stjórnvisku út í æsar þegar hann samdi um EES, þvert á það sem sem aðrir flokkar höfðu boðað. Þeir töldu Ísland svo öflugt að það ætti í fullu tré við að semja tvíhliða við ESB! Hann náði árangri.Nú er Ísland í alþjóðlegu samhengi í mun verri stöðu en það var fyrir EES, auk þess sem bandaríski herinn er farinn. Við höfum gengið svo rösklega fram í því að hrekja vinaþjóðir frá okkur að þar voru til skamms tíma bara Færeyingar eftir. Bandamenn eigum við enga. Það er ekki vænlegt útlit fyrir þjóð í skuldafjötrum, sem á allt sitt undir nánu samstarfi við önnur lönd.Ójafn kosningarétturStærstu meinsemdir íslenskrar stjórnsýslu og löggjafar má rekja til ranglátrar kjördæmaskipunar, sem mótaðist af sérhagsmunum stærstu flokkanna og atvinnugreinanna fyrir miðbik síðustu aldar.Við höfum aldrei látið meginprinsipp mannréttinda eða stjórnlagaréttar móta undirstöður stjórnarfarsins. Því snúast íslensk stjórnmál fyrst og fremst um sérhagsmuni sem einstaka flokkar berjast fyrir. Við þurfum að byrja á að leiðrétta þessa meginskekkju íslensks samfélags. Grundvallarreglu réttláts og farsæls samfélags er fórnað og það réttlætt með dreifðri búsetu og fjarlægð frá höfuðborginni! Auðvitað liggur þarna að baki aðferð til að styrkja völd dreifbýlisins og þeirra flokka sem þar eru sterkastir. Það er athyglisvert að þegar kosið er í valdalítið forsetaembætti þá er atkvæðavægið jafnt. Kosningalögin hafa verið á skipulagslitlum flótta undan réttlætinu allt frá árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Núgildandi kjördæmaskipan er ruglingsleg og myndar engar eðlilegar einingar, hvorki landfræðilegar né hagsmunalegar. Henni var klambrað saman í vandræðagangi og á hröðum flótta. Ætli menn yrðu ekki hissa ef atkvæði íbúa á Kjalarnesi og í Grafarholti hefði mun meiri vigt en atkvæði okkar í 101 í kosningum til borgarstjórnar. Réttlætingin gæti verið sú sama og úti á landi. Það er lengra í Ráðhúsið frá Kjalarnesi en af Laugaveginum.Hvar liggur fjöreggið?En víðar þarf að taka til hendinni. Við lifum um efni fram og þurfum að draga saman seglin. Ríkistekjurnar eru takmarkaðar. Ef við eyðum þeim í ótal mörg aukaverkefni í stað þess að standa vörð um lykilstofnanir, þá missum við fjöregg þjóðarinnar úr hendi okkar.Fjöreggið liggur ekki í tíu verklitlum sjúkrahúsum, heldur í því að geta átt a.m.k. einn fullkominn, þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu þekkingar og notið kunnáttu í læknavísundum. Nú erum við að glutra því niður og missa afar hæfa lækna til útlanda. Fjöreggið liggur ekki í tugum örsmárra framhaldsskóla í öðru hverju þorpi, þar sem nemendur fara á mis við alvöru framhaldsmenntun, heldur liggur það í færri alvöru skólum sem veita trausta menntun. Fjöreggið liggur ekki í mörgum háskólum, sem allir búa við erfiðan fjárhag og mishæfa kennara. Við þurfum ekki nema einn háskóla sem hægt er að gera vel við og veitir þá menntun sem nútíminn krefst að ungt fólk hafi.Fjöreggið liggur ekki í 63 þrasgjörnum þingmönnum, né forseta á faraldsfæti. Fjöreggið liggur í aðhaldi, hófsemi og forgangsröðun sem skilar okkur sterkum og nútímalegum stofnunum þar sem velferð einstaklingsins, víðsýn og traust menntun einkenna samfélagið. Jafnframt verðum við að leggja af hrokann gangvart vinaþjóðum og afla okkur trausts erlendis. Þar liggur fjöreggið líka. Án traustra vina og bandamanna mun sjálfstæði okkar glatast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er aldargamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokkalegu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgyllingum en alvöruefni. Við höfum ríkisstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rökræðu, þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi. Algengasta uppspretta umræðunnar er þjóðremba í fjölbreyttum búningi. Hún fyllir út tómarúmið. Það var þessi hrokafulla og heimska þjóðremba sem gegnsýrði þjóðlífið og sem í bland við háskalega hugmyndafræði kom okkur á kné. Nú stendur þjóðin fjárvana og vinalítil og kann ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Hún telur sig vera umsetin erlendum andskotum. Það voru hins vegar íslenskir víkingar sem gerðu strandhögg víðsvegar um Evrópu, ekki öfugt.Samskipti við útlöndVið höfum nú þegar klúðrað samskiptum okkar við helstu vinaþjóðir. Það reynist lífseigt að kenna öðrum um eigið klandur. Við erum bestir í því. Icesave málið verður að leysa. Þröngsýnir þjóðhyggjulögfræðingar mega ekki ráða ferðinni lengur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr komumst við ekkert framhjá Bretum og Hollendingum í þessu máli. Ekki batnar staðan ef við, sem mærum okkur af sjálfbærum fiskveiðum, erum reiðubúin til að ofveiða makríl til að ná veiðireynslu. Hér ráða sérhagsmunir enn og aftur ferðinni. Við verðum að líta á okkur sem hluta af samfélagi evrópskra vinaþjóða, en ekki sem umkomulaust vandræðabarn, sem abbast uppá aðkomufólk til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér hve sjálfstætt og óháð það er.Í samfélagi þjóða er traust tryggasta vopn smáþjóða. Þær ráða engu um ganga heimsmála og afar litlu um afdrif svæðisbundinna úrlausnarefna, nema hafa með sér trausta bandamenn. Jón Baldvin nýtti sér þessa stjórnvisku út í æsar þegar hann samdi um EES, þvert á það sem sem aðrir flokkar höfðu boðað. Þeir töldu Ísland svo öflugt að það ætti í fullu tré við að semja tvíhliða við ESB! Hann náði árangri.Nú er Ísland í alþjóðlegu samhengi í mun verri stöðu en það var fyrir EES, auk þess sem bandaríski herinn er farinn. Við höfum gengið svo rösklega fram í því að hrekja vinaþjóðir frá okkur að þar voru til skamms tíma bara Færeyingar eftir. Bandamenn eigum við enga. Það er ekki vænlegt útlit fyrir þjóð í skuldafjötrum, sem á allt sitt undir nánu samstarfi við önnur lönd.Ójafn kosningarétturStærstu meinsemdir íslenskrar stjórnsýslu og löggjafar má rekja til ranglátrar kjördæmaskipunar, sem mótaðist af sérhagsmunum stærstu flokkanna og atvinnugreinanna fyrir miðbik síðustu aldar.Við höfum aldrei látið meginprinsipp mannréttinda eða stjórnlagaréttar móta undirstöður stjórnarfarsins. Því snúast íslensk stjórnmál fyrst og fremst um sérhagsmuni sem einstaka flokkar berjast fyrir. Við þurfum að byrja á að leiðrétta þessa meginskekkju íslensks samfélags. Grundvallarreglu réttláts og farsæls samfélags er fórnað og það réttlætt með dreifðri búsetu og fjarlægð frá höfuðborginni! Auðvitað liggur þarna að baki aðferð til að styrkja völd dreifbýlisins og þeirra flokka sem þar eru sterkastir. Það er athyglisvert að þegar kosið er í valdalítið forsetaembætti þá er atkvæðavægið jafnt. Kosningalögin hafa verið á skipulagslitlum flótta undan réttlætinu allt frá árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Núgildandi kjördæmaskipan er ruglingsleg og myndar engar eðlilegar einingar, hvorki landfræðilegar né hagsmunalegar. Henni var klambrað saman í vandræðagangi og á hröðum flótta. Ætli menn yrðu ekki hissa ef atkvæði íbúa á Kjalarnesi og í Grafarholti hefði mun meiri vigt en atkvæði okkar í 101 í kosningum til borgarstjórnar. Réttlætingin gæti verið sú sama og úti á landi. Það er lengra í Ráðhúsið frá Kjalarnesi en af Laugaveginum.Hvar liggur fjöreggið?En víðar þarf að taka til hendinni. Við lifum um efni fram og þurfum að draga saman seglin. Ríkistekjurnar eru takmarkaðar. Ef við eyðum þeim í ótal mörg aukaverkefni í stað þess að standa vörð um lykilstofnanir, þá missum við fjöregg þjóðarinnar úr hendi okkar.Fjöreggið liggur ekki í tíu verklitlum sjúkrahúsum, heldur í því að geta átt a.m.k. einn fullkominn, þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu þekkingar og notið kunnáttu í læknavísundum. Nú erum við að glutra því niður og missa afar hæfa lækna til útlanda. Fjöreggið liggur ekki í tugum örsmárra framhaldsskóla í öðru hverju þorpi, þar sem nemendur fara á mis við alvöru framhaldsmenntun, heldur liggur það í færri alvöru skólum sem veita trausta menntun. Fjöreggið liggur ekki í mörgum háskólum, sem allir búa við erfiðan fjárhag og mishæfa kennara. Við þurfum ekki nema einn háskóla sem hægt er að gera vel við og veitir þá menntun sem nútíminn krefst að ungt fólk hafi.Fjöreggið liggur ekki í 63 þrasgjörnum þingmönnum, né forseta á faraldsfæti. Fjöreggið liggur í aðhaldi, hófsemi og forgangsröðun sem skilar okkur sterkum og nútímalegum stofnunum þar sem velferð einstaklingsins, víðsýn og traust menntun einkenna samfélagið. Jafnframt verðum við að leggja af hrokann gangvart vinaþjóðum og afla okkur trausts erlendis. Þar liggur fjöreggið líka. Án traustra vina og bandamanna mun sjálfstæði okkar glatast.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun