Alonso stefnir á sigur í lokamótunum 15. september 2010 12:52 Fernando Alonso var ráðinn til Ferrari á þessu ári í stað Kimi Raikkönen. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira