Erlent

Nauðsynlegt að fræða foreldra um skaðsemi ofeldis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirvöld ættu að leggja áherslu á að fræða foreldra og verðandi foreldra um skaðsemi þess að offæða börn sín, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar sem Daily Telegraph segir frá.

Slík aðferð myndi skila meiru en að fræða börn sem þegar eru byrjuð í skóla, um mikilvægi hollusturíks mataræðis og hreyfingar. Rannsakendurnir telja að það sé grundvallaratriði að foreldrar gefi börnum sínum minna að borða.

Daily Telegraph segir að rannsóknarniðurstöður bendi til þess að dætur of þungra mæðra séu 10 sinnum líklegri til þess að verða of feitar áður en þær ná átta ára aldri en dætur grannra mæðra. Synir of feitra feðra eru sex sinnum líklegri til þess að verða of feitir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×