Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi 18. október 2010 13:17 Vitaly Petrov er stoltur að byggð verður Formúlu 1 braut í Rússlandi og keppt þar 2014 ef allt gengur eftir. Mynd: Getty Images Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov. Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov.
Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira