Handbolti

Blindur Bielecki

Arnar Björnsson skrifar

Alls er óvíst hvort pólski landsliðsmaðurinn í handbolta, Karol Bielecki, geti haldið áfram að spila handbolta. 

Fyrir þremur vikum fékk hann þumalfingur mótherja í vinstra augað í leik Pólverja og Króata.  Fyrir vikið er Bielecki blindur á vinstra auganu.  

Hann segir í samtali við Jótlandspóstinn að hann vonist til að halda áfram að spila sem atvinnumaður í íþróttinni. 

„Ég er búinn að vera atvinnumaður í 11 ár án þess að nokkuð hafi komið fyrir mig, en svo gerist þetta“, segir Bielecki sem spilar með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×