Erlent

Osama bin Laden verður afi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eflaust mun Osama bin Laden verða ánægður, fái hann nafna. Mynd/ afp.
Eflaust mun Osama bin Laden verða ánægður, fái hann nafna. Mynd/ afp.
Omar bin Laden, fjórði elsti sonur Osama bin Laden, telur að faðir sinn sé á lífi. Hann veit hins vegar ekki hvar Osama heldur sig.

„Pabbi minn er ennþá á meðal vor en ég veit bara ekki hvar. Hann er enn á lífi. Það er ekki hægt að halda því leyndu ef maður eins og hann deyr. Jörðin gerbreytist ef hann deyr,“ segir Omar bin Laden.

Omar segist elska hann ennþá, enda sé hann pabbi sinn. Það sé því bara mannlegt. „Ég sakna hans sem föður, en við erum ólíkir. Ég vil frið,“ segir Omar.

Önnur af tveimur eiginkonum Omars er ófrísk. Jyllands Posten segir að ef hún elur son muni hann hljóta nafn afa sins, Osama, samkvæmt hefð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×