Erlent

Fjölmenn jarðaför í Íran

Frá Zahedan
Frá Zahedan Mynd/AFP
Tugir þúsunda manna mættu í jarðarför 27 manna sem féllu í tveimur sprengjuárásum í borginni Zahedan í Íran á fimmtudag. Lögregla segist hafa handtekið 40 manns sem grunaðir eru um hlutdeild í sprengjutilræðinu þegar tveir menn sprengdu sig í loft upp skammt fá bænahúsi í borginni.

Syrgjendur gengu frá bænahúsinu að grafreit í borginni og kallaði að Guð væri mikill. Hópur Súnía sem kallar sig Jundallah hefur líst ábyrgð sinni á tilræðinu en hópurinn hefur staðið fyrir fjölda tilræða á þessu svæði að undanförnu.

Stjórnvöld í Zahedan hafa sakað Bandaríkjamenn og Breta um að styðja við Jundallah til að skapa óróa á svæðinu en þeir þvertaka fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×