Erlent

Uppnám vegna Kóran-brennslu

Óli Tynes skrifar
Múslimar kunna annars vel að meta táknrænar brennur.
Múslimar kunna annars vel að meta táknrænar brennur.

Allnokkur æsingur hefur gripið um sig vegna kirkjusafnaðar í Bandaríkjunum sem ætlar að brenna Kóraninn, helga bók múslima hinn 11. september.

Tilefnið er náttúrlega hryðjuverkaárásin á Bandaríkin þann dag árið 2001.

Viðkomandi kirkja sem kallar sig The Dove World Outreach Center er nokkuð íhaldssöm. Hún heldur því fram að þeir sem ekki fylgi hinni kristnu Biblíu í blindni fari beint til helvítis.

Sömu sögu sé að segja um samkynhneigða og þá sem framkvæma eða fara í fóstureyðingar.

David Petraeus yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Afganistan hefur tekið undir gagnrýni á bókabrennuna og segir hana vatn á myllu talibana og annarra öfgasamtaka.

Bókabrennan muni eflaust kosta mannslíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×