Slítum sambandi Ari Tryggvason skrifar 9. júní 2010 06:00 Í Kastljósi Sjónvarps þann 1. júní síðastliðinn, ræddu tveir þingmenn viðbrögð vegna árása Ísraela á skipaflota á leið til Gasa með hjálpargögn á alþjóðlegu hafsvæði. Annars vegar var Ögmundur Jónasson, fulltrúi Vinstri grænna og starfandi formaður utanríkismálanefndar, hins vegar, Ragnheiður Eín Ármannsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og þingmaður utanríkismálanefndar. Ragnheiður Elín var því miður í allt of kunnuglegu fari Sjálfstæðismanna þegar málefni Ísraels og Palestínu ber á góma. Að kalla Ísrael og Palestínumenn deiluaðila, eins og hún gerði, líkt og um jafningja væri að ræða, er móðgun við hugtakið frelsi og mannréttindi. Palestínumenn beita andófi með afskaplega vanþróuðum vopnum. Þeir eiga rétt á slíku samkvæmt alþjóðalögum, því þeir eru í sjálfsvörn. Ísraelar, með einna öflugasta og tæknilegasta her sem um getur, eru hins vegar árásaraðilinn og brjóta á rétti Palestínumanna, samkvæmt alþjóðalögum. Leggja Sjálfstæðismenn þetta að jöfnu? Þrátt fyrir vísbendingar um vissa hugarfarsbreytingu hjá einstaka þingmanni Sjálfstæðisflokks, er flokkurinn í fjötrum kjarkleysis og þýlyndis gagnvart nánu sambandi Bandaríkjanna og Ísraels. Flokkurinn þorir ekki að ganga lengra en stjórn Bandaríkjanna gerir í gagnrýni á Ísrael, hvað þá lengra en Sameinuðu þjóðirnar gera. Þetta er því nöturlegra vegna sögulegrar fordæmingar Sjálfstæðismanna á meintri þjónkun vinstri manna við Sovétríkin á tímum kalda stríðsins. Sú þjónkun er hátíð borin saman við hundingjahátt hinna fyrrnefndu gagnvart Bandaríkjunum, landvinningaríki sem varð til með útþenslu, grundvöllur sem því er í blóð borið. Ég fæ ekki betur séð en visst geðveikisástand ríki við stjórn Ísraels, sem veldur áhyggjum því landið ræður yfir kjarnorkuvopnum. Vissulega er það huggun harmi gegn, að andófs- og friðarstarf eykst í Ísrael og meðal gyðinga úti um allan heim. Engu að síður er staðan mjög alvarleg. Það verður að beita Ísrael viðlíka aðgerðum og gegn S-Afríku á sínum tíma. Ísrael er ríki, grundvallað á kynþáttahyggju. Svo sjúkt er það í sjálfbirgingshætti sínum, að á því verður að taka líkt og gert er gagnvart gerspilltu og ofdekruðu barni. Foreldrarnir, Evrópa og Bandarkíkin, hafa misst öll tök á uppeldinu. Íslendingar! Sýnum kjark og þor, slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Bíðum ekki eftir öðrum Evrópuríkjum. Bak stóru orða þeirra er lítil innistæða, einungis veik réttlætiskennd þvæld í samvisku- og hagsmunaflækju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi Sjónvarps þann 1. júní síðastliðinn, ræddu tveir þingmenn viðbrögð vegna árása Ísraela á skipaflota á leið til Gasa með hjálpargögn á alþjóðlegu hafsvæði. Annars vegar var Ögmundur Jónasson, fulltrúi Vinstri grænna og starfandi formaður utanríkismálanefndar, hins vegar, Ragnheiður Eín Ármannsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og þingmaður utanríkismálanefndar. Ragnheiður Elín var því miður í allt of kunnuglegu fari Sjálfstæðismanna þegar málefni Ísraels og Palestínu ber á góma. Að kalla Ísrael og Palestínumenn deiluaðila, eins og hún gerði, líkt og um jafningja væri að ræða, er móðgun við hugtakið frelsi og mannréttindi. Palestínumenn beita andófi með afskaplega vanþróuðum vopnum. Þeir eiga rétt á slíku samkvæmt alþjóðalögum, því þeir eru í sjálfsvörn. Ísraelar, með einna öflugasta og tæknilegasta her sem um getur, eru hins vegar árásaraðilinn og brjóta á rétti Palestínumanna, samkvæmt alþjóðalögum. Leggja Sjálfstæðismenn þetta að jöfnu? Þrátt fyrir vísbendingar um vissa hugarfarsbreytingu hjá einstaka þingmanni Sjálfstæðisflokks, er flokkurinn í fjötrum kjarkleysis og þýlyndis gagnvart nánu sambandi Bandaríkjanna og Ísraels. Flokkurinn þorir ekki að ganga lengra en stjórn Bandaríkjanna gerir í gagnrýni á Ísrael, hvað þá lengra en Sameinuðu þjóðirnar gera. Þetta er því nöturlegra vegna sögulegrar fordæmingar Sjálfstæðismanna á meintri þjónkun vinstri manna við Sovétríkin á tímum kalda stríðsins. Sú þjónkun er hátíð borin saman við hundingjahátt hinna fyrrnefndu gagnvart Bandaríkjunum, landvinningaríki sem varð til með útþenslu, grundvöllur sem því er í blóð borið. Ég fæ ekki betur séð en visst geðveikisástand ríki við stjórn Ísraels, sem veldur áhyggjum því landið ræður yfir kjarnorkuvopnum. Vissulega er það huggun harmi gegn, að andófs- og friðarstarf eykst í Ísrael og meðal gyðinga úti um allan heim. Engu að síður er staðan mjög alvarleg. Það verður að beita Ísrael viðlíka aðgerðum og gegn S-Afríku á sínum tíma. Ísrael er ríki, grundvallað á kynþáttahyggju. Svo sjúkt er það í sjálfbirgingshætti sínum, að á því verður að taka líkt og gert er gagnvart gerspilltu og ofdekruðu barni. Foreldrarnir, Evrópa og Bandarkíkin, hafa misst öll tök á uppeldinu. Íslendingar! Sýnum kjark og þor, slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Bíðum ekki eftir öðrum Evrópuríkjum. Bak stóru orða þeirra er lítil innistæða, einungis veik réttlætiskennd þvæld í samvisku- og hagsmunaflækju.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar