Dómsmálaráðherrann í Forbrydelsen elskar Ísland 13. apríl 2010 08:00 Danski leikarinn Nicolas Bro fer á kostum sem dómsmálaráðherrann Thomas Buch í spennuþáttaröðinni Glæpnum sem sýnd er á sunnudagskvöldum á RÚV. Bro segist vera einlægur aðdáandi íslenska leikstjórans Dags Kára og myndi ekki hugsa sig tvisvar um ef Dagur hringdi og bæði hann um að leika í mynd eftir sig. Danski leikarinn Nicolas Bro fer á kostum í hlutverki dómsmálaráðherrans Thomas Buch í dönsku sakamálaþáttunum Forbrydelsen, eða Glæpnum, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum á RÚV. Bro er íslenskum kvikmyndaáhugamönnum að góðu kunnur fyrir leik sinn í Dags Kára-myndinni Voksne Mennesker en hann lék einnig lítið hlutverk í síðustu mynd íslenska leikstjórans, The Good Heart. Bro viðurkennir að hann sé einlægur aðdáandi Dags. „Ég bíð bara eftir því að hann hringi í mig og biðji mig um að leika í næstu mynd hans. Mér væri alveg sama hversu stórt hlutverk það væri, ég myndi taka því," segir Bro í samtali við Fréttablaðið. Bro þykir takast einstaklega vel upp sem dómsmálaráðherrann Buch í Glæpnum II. Bro sjálfur segir þennan sérkennilega stjórnmálamann fyrst og fremst vera hugarfóstur handritshöfundanna þótt vissulega sé eitthvað af honum sjálfum í þessari skrautlegu persónu. Sjálfur hafi hann viljað að Buch væri gamaldsdags stjórnmálamaður með hugsjónir. „Maður saknar svoleiðis manna, stjórnmálamanna sem vinna eftir eigin sannfæringu og eru reiðubúnir að vera mennskir og viðurkenna mistök sín. Ameríkuvæðing stjórnmálanna, allavega hérna í Danmörku, hefur ekki haft góð áhrif," segir Nicolas. Önnur þáttaröð af Glæpnum sló eftirminnilega í gegn í Danmörku á sínum tíma og hefur notið töluverðra vinsælda hér á landi. Bro segist ekki hafa neina einfalda skýringu á því af hverju þættirnir hafi náð svona mikilli hylli meðal sjónvarpsáhorfenda. „Kannski er það þessi myrki undirtónn og að þættirnir eru ekki uppfullir af einhverjum klisjum. Það er ekki mikil sápa í þessum þáttum heldur fjalla þeir bara um venjulegt fólk sem er að vinna sína vinnu," segir Bro. Framleiðendur þáttanna hafa einnig gert mikið úr verklaginu við gerð þáttanna, leikarar fá til að mynda að vita sem minnst um framvinduna. „Ég veit samt ekki alveg hvort það hafi skipt einhverju máli fyrir mann sjálfan. Og þó, þetta hafði kannski einhver áhrif á stemninguna á tökustað en ég veit ekki hvort það komst til skila, það getur vel verið." Bro hefur komið nokkrum sinnum til Íslands, meðal annars í tengslum við tökurnar á The Good Heart. Hann segist elska land og þjóð og man sérstaklega eftir útreiðartúr sem hann fór í ásamt fríðum flokki Íslendinga. „Ég var mjög lélegur knapi," segir Bro og skellihlær. freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Danski leikarinn Nicolas Bro fer á kostum í hlutverki dómsmálaráðherrans Thomas Buch í dönsku sakamálaþáttunum Forbrydelsen, eða Glæpnum, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum á RÚV. Bro er íslenskum kvikmyndaáhugamönnum að góðu kunnur fyrir leik sinn í Dags Kára-myndinni Voksne Mennesker en hann lék einnig lítið hlutverk í síðustu mynd íslenska leikstjórans, The Good Heart. Bro viðurkennir að hann sé einlægur aðdáandi Dags. „Ég bíð bara eftir því að hann hringi í mig og biðji mig um að leika í næstu mynd hans. Mér væri alveg sama hversu stórt hlutverk það væri, ég myndi taka því," segir Bro í samtali við Fréttablaðið. Bro þykir takast einstaklega vel upp sem dómsmálaráðherrann Buch í Glæpnum II. Bro sjálfur segir þennan sérkennilega stjórnmálamann fyrst og fremst vera hugarfóstur handritshöfundanna þótt vissulega sé eitthvað af honum sjálfum í þessari skrautlegu persónu. Sjálfur hafi hann viljað að Buch væri gamaldsdags stjórnmálamaður með hugsjónir. „Maður saknar svoleiðis manna, stjórnmálamanna sem vinna eftir eigin sannfæringu og eru reiðubúnir að vera mennskir og viðurkenna mistök sín. Ameríkuvæðing stjórnmálanna, allavega hérna í Danmörku, hefur ekki haft góð áhrif," segir Nicolas. Önnur þáttaröð af Glæpnum sló eftirminnilega í gegn í Danmörku á sínum tíma og hefur notið töluverðra vinsælda hér á landi. Bro segist ekki hafa neina einfalda skýringu á því af hverju þættirnir hafi náð svona mikilli hylli meðal sjónvarpsáhorfenda. „Kannski er það þessi myrki undirtónn og að þættirnir eru ekki uppfullir af einhverjum klisjum. Það er ekki mikil sápa í þessum þáttum heldur fjalla þeir bara um venjulegt fólk sem er að vinna sína vinnu," segir Bro. Framleiðendur þáttanna hafa einnig gert mikið úr verklaginu við gerð þáttanna, leikarar fá til að mynda að vita sem minnst um framvinduna. „Ég veit samt ekki alveg hvort það hafi skipt einhverju máli fyrir mann sjálfan. Og þó, þetta hafði kannski einhver áhrif á stemninguna á tökustað en ég veit ekki hvort það komst til skila, það getur vel verið." Bro hefur komið nokkrum sinnum til Íslands, meðal annars í tengslum við tökurnar á The Good Heart. Hann segist elska land og þjóð og man sérstaklega eftir útreiðartúr sem hann fór í ásamt fríðum flokki Íslendinga. „Ég var mjög lélegur knapi," segir Bro og skellihlær. freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“