Erlent

Norska löggan lék á hryðjuverkamenn

Óli Tynes skrifar

Öryggisþjónusta norsku lögreglunnar skipti á efnum sem hryðjuverkamennirnir þrír sem voru handteknir í gær ætluðu að nota til sprengjugerðar.

Þá vantaði efnið hydrogen-peroxíð og þurftu að kaupa það í lyfjaverslun. Lögreglan ákvað að grípa í taumana án þess að þeir vissu af. Lyfjaverslunin var látin segja þeim að það þyrfti að panta þetta efni sérstaklega.

Þegar þeir komu aftur hafði lögreglan útbúið hættulausan vökva sem þeir fengu í staðinn. Lögreglan fylgdist einnig með mönnunum kaupa önnur efni í sprengjur sínar en lét það óáreitt þar sem hún var þegar búin að tryggja að þær myndu ekki springa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×