Erlent

Arabiskur prins í lífstíðar fangelsi

Óli Tynes skrifar
Prinsinn sást lemja þjóninn sundur og saman í hótellyftu.
Prinsinn sást lemja þjóninn sundur og saman í hótellyftu.

Saudi-Arabiskur prins hefur verið dæmdur lífstíðar fangelsi í Bretlandi fyrir að misþyrma og myrða þjón sinn á hóteli í Lundúnum. Prinsinn er 34 ára gamall. Afi hans er bróðir konungs Saudi-Arabíu. Margvísleg gögn voru lögð fram því til sönnunar að prinsinn misþyrmdi þjóni sínum oft og hrottalega, en þeir áttu í kynferðislegu sambandi.

Meðal annars voru lagðar fram myndir úr öryggismyndavél í lyftu á hótelinu þar sem morðið var framið. Þar sést prinsinn lúberja þjóninn sem gerir enga tilraun til þess að verja sig. Prinsinn kyrkti svo þjóninn í herbergi sem þeir deildu á hótelinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×