Lífið

Stolnar dagbækur Madonnu boðnar upp á eBay

Melissa Crowe var aðstoðarkona Madonnu á árunum 1987 til 1996.
Melissa Crowe var aðstoðarkona Madonnu á árunum 1987 til 1996.

Fyrir nokkrum dögum rataði fjöldi gripa tengdir Madonnu inn á uppboðsvefinn eBay. Þarna er að finna 17 einkadagbækur söngkonunnar, símaskrá með númerum fjölda stórstjarna, fjölskyldumyndir, partýmyndir, persónuleg bréf og fleira frá árunum 1987 til 1996.

Nokkurra þúsunda dollara verðmiði er settur á flesta þessa gripi. Dagbækurnar skera sig þar úr en þær kosta tvær og hálfa milljón dollara, um þrjú hundruð tuttugu og fimm milljónir íslenskra króna.

Ein myndanna sem er til sölu. Madonna dansar við fyrrum kærastann Warren Beatty á jólunum.
Gripirnir voru eign fyrrum aðstoðarkonu Madonnu, Melissu Crow. Hún hefur nú gefið frá sér tilkynningu þar sem hún biður aðdáendur Madonnu ekki að bjóða í gripina. Ástæðan sé að þeim hafi verið stolið af henni úr læstum skáp. Á eBay segir seljandinn aftur á móti að hann hafi keypt gripina af flutningafyrirtæki sem Melissa hafi gleymt nokkra kassa hjá.

Hvernig sem því líður þá munu eflaust nokkrir gripir seljast á vænar fúlgur. Í fyrra var 20 ára gömul nektarmynd af Madonnu seld á tíu þúsund dollara hjá uppboðshaldaranum Christie's.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.