Erlent

Fannst á lífi í rústunum á Haítí

MYND/AP

Manni var bjargað úr rústum byggingar á Haítí í dag, tveimur vikum eftir að jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. Það voru bandarískir hermenn sem björguðu manninum úr rústunum í höfuðborginni Port au Prince og var hann fluttur á spítala.

Enn er þó óljóst hvort að maðurinn hafi lent undir rústunum í fyrsta skjálftanum eða hvort hann hafi grafist undir farginu í einhverjum af þeim eftirskjálftum sem riðið hafa yfir á síðustu dögum. Stjórnvöld á Haítí lýstu því yfir á laugardaginn var að hætt hefði verið að leita að fólki í rústunum en talið er að allt að 200 þúsund manns hafi farist í hamförunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×