Erlent

Svindlað með ellismellum

Óli Tynes skrifar
Það er fullt af fólki í Japan og sumt gamalt.
Það er fullt af fólki í Japan og sumt gamalt.

Japanar verða allra manna elstir. Sumir þeirra verða þó ekki jafn gamlir og þjóðskrá segir til um.

Fyrr á þessu ári fóru embættismenn að heimsækja elsta íbúa Tokyo þegar hann varð 111 ára gamall.

Þeir fundu múmíu hans liggjandi í rúmi í litlu herbergi. Hann hafði þá verið dáinn í yfir þrjátíu ár.

Ættingjarnir höfðu skilvíslega tekið á móti eftirlaunum hans og öðrum bótum allan þennan tíma.

Þetta varð til þess að hafin var rannsókn á þjóðskránni. Hún leiddi í ljós að yfir 230 þúsund karlar og konur sem eru skráð hundrað ára og eldri finnast hvergi.

Talið er að einhverjir þeirra sem ekki finnast hafi jafnvel fallið í síðari heimsstyrjöldinni.

Rannsóknin leiddi í ljós að ríkið var að borga eftirlaun og bætur til manna sem væru orðnir 150 ára ef þeir væru enn á lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×