Handbolti

Vignir: Unnum þetta heima í fyrri leiknum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Vignir er hér lengst til vinstri.
Vignir er hér lengst til vinstri. Fréttablaðið/Diener
Vignir Svavarsson og Logi Geirsson fögnuðu vel með Lemgo á laugardagskvöldið eftir að liðið varð Evrópumeistari bikarhafa. Lemgo lagði Björgvin Pál Gústavsson og félaga hans í Kadetten, samtals 52-48 þrátt fyrir tveggja marka tap í leiknum, 30-28. „Við unnum þetta heima í fyrri leiknum,“ sagði glaðbeittur Vignir við Fréttablaðið í miðjum fagnaðarlátunum. „Þetta var alveg frábært. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en ákváðum í hálfleik að spýta í lófana,“ sagði Vignir en Lemgo var fjórum mörkum undir í hálfleik en vann fyrri leikinn 24-18. „Við vorum nokkuð sannfærandi í seinni hálfleiknum. Það munaði um að Mimi Kraus fór að hitta eitthvað annað en bara í Bjögga, sem var reyndar besti maður þeirra í leiknum. Hann hefur nú samt oft staðið sig betur kallinn,“ sagði Vignir en Björgvin varði tólf skot þann tíma sem hann spilaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×