Erlent

Magnað myndband af öflugum hvirfilbyl

Veðureftirlitsmaður í vesturhluta Minnesotafylkis í Bandaríkjunum náði hreint mögnuðum myndum af öflugum hvirfilbyl sem myndaðist í Wilkinsýslu nærri mörkum Minnesota og Norður Dakotafylkis í gær.

Í myndskeiðinu hér að ofan sést vel þegar hvirfilbylurinn leggur bóndabýli í rúst og þeytir upp lausu rusli. Um tíma var óttast að fólk væri inni á býlinu en svo reyndist ekki vera.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir á Vísindavefnum að hvirfilbyljir sem einnig eru kallaðir skýstrókar geti myndast hér á landi, en það sé afar sjaldgæft. Hvirfilbylir lifi stutt, stundum ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×