Lífið

Russell Crowe ætlaði að drepa mann

Crowe er þekktur skapmaður og hefur margoft látið öllum illum látum þegar honum finnst á sér brotið. Hann hótaði meðal annars að drepa einn af framleiðendum Gladiator á tökustað.
Crowe er þekktur skapmaður og hefur margoft látið öllum illum látum þegar honum finnst á sér brotið. Hann hótaði meðal annars að drepa einn af framleiðendum Gladiator á tökustað.

Russell Crowe hótaði að drepa kvikmyndaframleiðandann Branko Lustig á tökustað kvikmyndarinnar Gladiator. Crowe hafði komist að því að aðstoðar­menn á tökustaðnum væru að vinna fyrir skítalaun og vildi að Lustig lagaði hlutina í snatri. „Helvítis fíflið þitt, ég drep þig með berum höndum,“ á Crowe að hafa sagt en þetta kemur fram í bók eftir rithöfundinn Nicole Laporte sem á að koma út á næstunni.

Reyndar hefur bókin þegar fengið misjafna dóma og Amazon-verslunin hyggst ekki dreifa henni. Í bókinni fer Laporte yfir samskipti kvikmyndastjarna, framleiðenda og leikstjóra í Hollywood og sviptir af þeim frægðarljómanum.

Reyndar er rithöfundurinn Laporte ekki að segja neitt nýtt með sögu sinni um Crowe því ástralski leikarinn er annálaður skaphundur, hefur margoft látið reiði sína bitna á öðrum. Frægasta dæmið er eflaust þegar hann henti síma í áttina að hótelstarfsmanni í New York fyrir nokkru. Framleiðandinn Lustig segist hafa hringt í einn af eigendum DreamWorks, Steven Spielberg, eftir að Crowe hótaði honum lífláti. „Ég er hættur, Russell vill drepa mig,“ á Lustig að hafa sagt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.