Skyrið gæti orðið okkar parmaskinka Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Skyrdós Uppi eru ráðagerðir um að skyr, hangikjöt og önnur séríslensk matvæli fái lögverndun þannig að ekki megi kalla hvaða framleiðslu sem er þeim nöfnum. Er það svipuð leið og farin hefur verið á Ítalíu til að vernda vöruheitið parmaskinka og sömuleiðis hafa Frakkar búið svo um hnúta að þau vín ein má kalla kampavín, sem búin eru til eftir kúnstarinnar reglum í Champagne í Frakklandi. „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?“ er yfirskrift málþings sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið, Slow Food samtökin og Matís, standa fyrir síðdegis í dag. Þar kynnir Eygló Björk Ólafsdóttir, fyrir hönd Slow Food Reykjavík, verkefni til kynningar á upprunalegum staðbundnum matvælum. Slow Food samtökin starfa víða um heim, en eru í grunninn ítölsk. Eygló segir að verið sé að opna á ákveðnar leiðir innan Evrópusamstarfsins til þess að vernda vöruheiti á borð við skyr eða hangikjöt. „Til eru bæði formlegar og óformlegar leiðir í þessa átt og hægt að slá ákveðna skjaldborg utan um þessar vörur,“ segir hún, en hluti af því sem unnið er að innan Slow Food er að skilgreina hvað skyr þurfi að hafa til þess að mega kallast skyr. „Til eru ýmsar fljótvirkar aðferðir sem notaðar eru í ýmsa framleiðslu í dag. Skyr.is á til dæmis lítið skylt við upprunalega mynd skyrsins,“ segir hún og kveður Slow Food nú vinna að því að skrásetja vinnsluaðferðir og gerð skyrs eins og það var áður fyrr og í upprunalegri mynd. Vinna á borð við þá sem ráðist hefur verið í í tengslum við skyrið segir hún að geti svo komið að gagni þegar að því kemur að fá alþjóðlega vernd á vöruna, en þar þurfi að koma til opinber afskipti, svo sem fyrir tilstilli Matís. „Það þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd og kemur út úr úr þessu ákveðinn stimpill sem menn geta notað.“ Vottun á vinnsluaðferðir séríslenskra matvæla og uppruna segir Eygló svo geta bæði hjálpað til við útflutning vörunnar og við að laða ferðamenn til landsins. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir vinnu við að vernda vöruheiti á borð við skyr tiltölulega skammt á veg komna. „Við erum í grunnpælingum enn þá. Fólk þarf að vera sammála um hvað er verið að fara fram á að fái vottun. En það er kominn saman hópur sem er að skoða þessi mál og vonandi hægt að ganga í þetta fljótlega,“ segir hún, en kveðst þó ekki treysta sér til að giska á hversu langan tíma þetta muni taka. Þóra segir vinnuferlið í Evrópuvottun matvæla byggja að hluta á að krafa um vottun „komi frá grasrótinni“ en síðan geti stofnanir á borð við Matís komið að málum. „En vonandi er þetta skref í þá átt að auka umræðu um málið og fá fyrirtæki og einstaklinga til að skoða hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja fara í,“ segir hún. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Uppi eru ráðagerðir um að skyr, hangikjöt og önnur séríslensk matvæli fái lögverndun þannig að ekki megi kalla hvaða framleiðslu sem er þeim nöfnum. Er það svipuð leið og farin hefur verið á Ítalíu til að vernda vöruheitið parmaskinka og sömuleiðis hafa Frakkar búið svo um hnúta að þau vín ein má kalla kampavín, sem búin eru til eftir kúnstarinnar reglum í Champagne í Frakklandi. „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?“ er yfirskrift málþings sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið, Slow Food samtökin og Matís, standa fyrir síðdegis í dag. Þar kynnir Eygló Björk Ólafsdóttir, fyrir hönd Slow Food Reykjavík, verkefni til kynningar á upprunalegum staðbundnum matvælum. Slow Food samtökin starfa víða um heim, en eru í grunninn ítölsk. Eygló segir að verið sé að opna á ákveðnar leiðir innan Evrópusamstarfsins til þess að vernda vöruheiti á borð við skyr eða hangikjöt. „Til eru bæði formlegar og óformlegar leiðir í þessa átt og hægt að slá ákveðna skjaldborg utan um þessar vörur,“ segir hún, en hluti af því sem unnið er að innan Slow Food er að skilgreina hvað skyr þurfi að hafa til þess að mega kallast skyr. „Til eru ýmsar fljótvirkar aðferðir sem notaðar eru í ýmsa framleiðslu í dag. Skyr.is á til dæmis lítið skylt við upprunalega mynd skyrsins,“ segir hún og kveður Slow Food nú vinna að því að skrásetja vinnsluaðferðir og gerð skyrs eins og það var áður fyrr og í upprunalegri mynd. Vinna á borð við þá sem ráðist hefur verið í í tengslum við skyrið segir hún að geti svo komið að gagni þegar að því kemur að fá alþjóðlega vernd á vöruna, en þar þurfi að koma til opinber afskipti, svo sem fyrir tilstilli Matís. „Það þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd og kemur út úr úr þessu ákveðinn stimpill sem menn geta notað.“ Vottun á vinnsluaðferðir séríslenskra matvæla og uppruna segir Eygló svo geta bæði hjálpað til við útflutning vörunnar og við að laða ferðamenn til landsins. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir vinnu við að vernda vöruheiti á borð við skyr tiltölulega skammt á veg komna. „Við erum í grunnpælingum enn þá. Fólk þarf að vera sammála um hvað er verið að fara fram á að fái vottun. En það er kominn saman hópur sem er að skoða þessi mál og vonandi hægt að ganga í þetta fljótlega,“ segir hún, en kveðst þó ekki treysta sér til að giska á hversu langan tíma þetta muni taka. Þóra segir vinnuferlið í Evrópuvottun matvæla byggja að hluta á að krafa um vottun „komi frá grasrótinni“ en síðan geti stofnanir á borð við Matís komið að málum. „En vonandi er þetta skref í þá átt að auka umræðu um málið og fá fyrirtæki og einstaklinga til að skoða hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja fara í,“ segir hún.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira