Viðskipti innlent

Nordea ráðleggur fjárfestum að selja Össurhluti

Greining Nordea bankans hefur breytt meðmælum sínum um Össur hf. úr „halda" og yfir í „selja". Þetta kemur í kjölfar mikilla hækkana á hlutum í Össurri í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þær hækkanir má svo aftur rekja til góðs uppgjörs félagsins fyrir síðasta ár.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að samhliða þessum ráðleggingum hafi Nordea samt hækkað verðmat sitt á Össuri úr 5,5 dönskum kr. á hlut og í 6,2 danskar kr. Gengi hlutanna í dag er rétt rúmar 7 danskar kr.

Í rökstuðningi sínum fyrir því að mæla með sölu segir Nordea að gengi hlutanna sé ofmetið í augnablikinu að mati greiningarinnar. „Við teljum núverandi gengi yfirdrifið og því mælum við með sölu í stað þess að halda í hlutina," segir greiningin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×