Hámark siðferðis Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun