Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstri Eik Banka á árinu

Samkvæmt uppgjöri Eik Banka fyrir fyrstu sex mánuði ársins hefur orðið viðsnúningur í rekstri bankans. Hagnaður varð af rekstrinum á fyrri hluta ársins upp á 3 milljónir danskra kr. eða ríflega 60 milljónir kr. Til samanburðar var tap upp á 87 milljónir danskra kr. á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að afskriftir hafi orðið verulega minni en áætlað var, búið sé að endurfjármagna helstu skuldir bankans og á sama tíma hafi eiginfjárhlutfall hans hækkað í 14,4%.

Þá kemur fram að nettó vaxtatekjur bankans hafi aukist töluvert milli ára. Þær urðu 308 milljónir danskra kr. á fyrstu sexs mánuðum ársins en voru rúmlega 245 milljónir danskra kr. á sama tímabili í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×