Erlent

Vísindamenn CERN vilja byggja nýja Stóra hvells vél

Vísindamenn sem vinna við sterkeindahraðal CERN undir fjöllunum á landamærum Sviss og Frakklands vilja nú byggja nýjan og stærri hraðal sem gengur undir nafninu Stóra hvells vélin.

Vísindamennirnir kynntu þessara áætlanir sínar á ráðstefnu í París um helgina en hana sótti meðal annars Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Hinn nýi hraðall á að verða 50 kílómetra langur eða nær tvöfalt lengri sem sá sem vísindamennirnir nota núna.

Kostnaður við að byggja slíkan hraðal, eða Stóra hvells vélina eins og hann er kallaður mun nema um 1.500 milljörðum króna. Barry Barish, talsmaður vísindamannana, segir að ef byggja á framsækna vél eigi hún að vera á heimsvísu.

Áætlanir vísindamannanna gera ráð fyrir að hraðallinn verði tilbúinn til notkunnar árið 2025 en ekki liggur ljóst fyrir hver muni fjármagna smíði hans né hvar hann ætti að vera staðsettur.

Á ráðstefnunni í París var greint frá nýlegri tilraun í sterkeindahraðli CERN þar sem myndir náðust af tveimur nýjum öreindum en sú tilraun er talin geta leitt vísindamenn á spor svokallaðarar guðseindar sem gæti útskýrt tilurð alheimsins í Stóra hvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×