Viðskipti innlent

Býst við fleiri fyrirtækjum

Þórður 
Friðjónsson
Þórður Friðjónsson

„Það er fagnaðarefni að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Þetta getur orðið mjög mikilvægt skref að endurvekja hlutabréfamarkað hér,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar um fyrirætlanir þess efnis að skrá Haga í Kauphöllina.

Þórður segir áætlað að fimmtán fyrirtæki verði skráð á markað á þessu ári. Hann útilokar ekki að nokkur þeirra komi úr bönkunum.

„Ég geri ráð fyrir því að önnur fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið. Þetta opnar leiðina. Það er mikil­vægt að setja fyrirtæki í dreift eignarhald,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×