Erlent

Lögregla skaut þjóf til bana í Grenoble - Uppþot í borginni

Frá borginni Grenoble í Frakkalandi. Þar kveikja mótmælendur í bílum og skjóta á lögregluna.
Frá borginni Grenoble í Frakkalandi. Þar kveikja mótmælendur í bílum og skjóta á lögregluna. Mynd/AFP
Uppþot varð í borginni Grenoble í Suður-Frakklandi í morgun eftir að lögreglan skaut mann til dauða sem grunaður er um að hafa, í slagtogi við annan mann, stolið 20 þúsund evrum af spilavíti í borginni.

Fjöldi manns kom saman í morgun til að mótmæla skotárás lögreglunnar á mennina. Óeirðaseggirnir skutu á lögregluna og brenndu bíla. Þá hafa þeir einnig notað hafnaboltakylfur og járnstangir.

Lögreglan grunaði mennina um hafa stolið 20 þúsund evrum af spilavíti í borginni í gær. Hann var skotinn til bana í aðgerðum lögreglunnar stuttu eftir ránið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×