Erlent

Pör geta borgað fyrir svefnrými

MYND/AP

Flugfélagið Air New Zealand hefur tilkynnt að í apríl muni pörum gefast kostur á að borga fyrir svefnpláss á ódýrasta farrými í nýjum Boeing 777-300 þotum félagsins, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Fólkið þarf að borga fullt verð fyrir tvö sæti og fær þriðja sætið á hálfvirði. Sætaröðinni má svo breyta í fleti þar sem hægt er að sofa af sér langar flugferðir.

Pörin verða þó að halda sig í fötunum, svo þessi ferðamáti er ekki heppilegur fyrir fólk sem vill komast í míluklúbbinn svokallaða, með því að stunda kynlíf í háloftunum. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×