Landsbankinn var ljósið Unnur Fríða Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2010 15:49 Það var árið þegar ég varð 17 ára að ég kom í húsnæði Landsbanka Íslands við Langholtsveg 43 í Reykjavík. Ástæða komu minnar þá var að vinna sem sumarstarfsmaður og lífið var einfalt og raunveruleikinn ekki sá sem hann er í dag. Í dag kem ég í sama húsnæði í allt öðrum erindum,ég er að tala um húsnæðið sem áður hýsti Landsbanka Íslands en er nú Ljósið ,endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Mig langar mig að deila með ykkur þeirri upplifan minni. Ég er kona á besta aldri og hef greinst með brjóstakrabbamein. Mein mitt er núna horfið,þökk sé læknavísindunum og góðri læknisþjónustu sem enn býðst á Íslandi og ég er þakklát fyrir. Það var skömmu fyrir síðustu jól að ég fann meinið og hef gengist undir hefðbundna læknismeðferð, var skorin fleygskurð á brjóst , fékk lyfjameðferð og geislameðferð, framundan er tímabil þess að endurheimta fyrra þol og styrk, sem meðferð hefur "stolið "frá mér. Það er sagt að þriðji hver einstaklingur fái krabbamein og ég var ein af þessu þremur og neita því ekki að þetta hefur tekið á. Á læknamáli er krabbamein sagt heildrænn sjúkdómur, sem þýðir að áhrifin eru bæði líkamleg og andleg og einnig áhrifar sjúkdómurinn fjölskyldu þess sem veikist. Þetta hefur verið raunin hjá mér eins og flestum hinna. Ég kvarta ekki og hef notið góðrar þjónustu. Á Landsspítala Íslands á dagdeild Krabbameinslækninga, 11e er frábært starfsfólk sem og á geisladeildinni, yndislegt starfslið og hefur lagt sig í lima við að gera meðferðarferlið mitt sem þægilegast. Mikill og kærleiksríkur stðningur hefur verið frá börnum mínum og kærasta. Þau hafa hjálpað mér í gegnum síðustu mánuði. Stórfjölskyldan líka, ekki síst föðursystir mín sem var minn "guide"gegnum flókið læknaferlið og króka og kima Krabbameinsdeildarinnar. En aðaltilgangur minn er þó að lýsa þeim áhrifum sem þátttaka mín í margbreytilegri starfssemi Ljósins hefur haft á mig, mest á andlega líðan mína. Ég hef verið um mörg ár með lúmskan draug í mér sem kallast á læknamáli , þunglyndi. Hef haft á honum ansi góða stjórn með hjálp lyfja og viðtala hjá sérfræðingum. Nú þegar krabbameinið bætist við á þá urðu dagarnar "misbjartir" og einn föstudaginn í mars þá lagðist yfir mig þung mara áhyggna um það að ég myndi á nýjan leik veikjast og viti menn, depurð , niðurrif og bylgja neikvæðra hugsana yfirtóku mig. En ég var á leiðinni í Ljósið og átti þar verkefni sem ég hafði byrjað á , handverk , nefnilega Mosaik og ég dró fram stykkið með grátstafina í kverkunum og byrjaði vinna,horfði niður og hafði ekki samskipti við hina á staðnum. Á magnaðan ,ótrúlegan hátt fann ég að ég gleymdi mér algjörlega við að klípa sundur flísar og máta í verkið mitt. Ég fann hvernig iðjan og jákvætt umvefjandi umhverfið í Ljósinu feykti burtu neikvæðum hugsunum og í gegnum hendurnar á mér streymdi kraftur og áhugi fyrir að skapa, hugurinn tæmdist og ég varð glöð, Já, glöð af því að sjá verkið verða til í höndunum á mér. Slíkt hef ég aldrei upplifað áður, þörfin til að gráta hvarf og kvíði og ótti hurfu einnig og ég brosti. Varð montin og stolt yfir því sem ég gerði, ég sjálf var að skapa undir leiðsögn starfsmanna og hinna sem voru reyndar en ég. Að gleyma sér á þennan hátt yfir handverki er það sem gerist á hverjum einast degi í gamla Landsbankahúsinu að Langholtsvegi 43 , nú aðsetur Ljósins. Ég er afar þakklát og sæki kraft í það sem þar er í boðið, bæði í formi eigin handsverksgerðar svo og ýmis uppbyggjandi námskeið og fræðslu sem býðst þeim sem hafa greinst með krabbamein. Einnig er fræðsla fyrir aðstandendur krabbameinsgrreindra og námskeið. Gefið þessarri starfssemi gaum , það er þess virði. Um þessar mundir er haldið uppá að 5.ár liðin frá því Ljósið tók til starfa. Það er von mín og trú að þar haldist sama góða starfið um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það var árið þegar ég varð 17 ára að ég kom í húsnæði Landsbanka Íslands við Langholtsveg 43 í Reykjavík. Ástæða komu minnar þá var að vinna sem sumarstarfsmaður og lífið var einfalt og raunveruleikinn ekki sá sem hann er í dag. Í dag kem ég í sama húsnæði í allt öðrum erindum,ég er að tala um húsnæðið sem áður hýsti Landsbanka Íslands en er nú Ljósið ,endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Mig langar mig að deila með ykkur þeirri upplifan minni. Ég er kona á besta aldri og hef greinst með brjóstakrabbamein. Mein mitt er núna horfið,þökk sé læknavísindunum og góðri læknisþjónustu sem enn býðst á Íslandi og ég er þakklát fyrir. Það var skömmu fyrir síðustu jól að ég fann meinið og hef gengist undir hefðbundna læknismeðferð, var skorin fleygskurð á brjóst , fékk lyfjameðferð og geislameðferð, framundan er tímabil þess að endurheimta fyrra þol og styrk, sem meðferð hefur "stolið "frá mér. Það er sagt að þriðji hver einstaklingur fái krabbamein og ég var ein af þessu þremur og neita því ekki að þetta hefur tekið á. Á læknamáli er krabbamein sagt heildrænn sjúkdómur, sem þýðir að áhrifin eru bæði líkamleg og andleg og einnig áhrifar sjúkdómurinn fjölskyldu þess sem veikist. Þetta hefur verið raunin hjá mér eins og flestum hinna. Ég kvarta ekki og hef notið góðrar þjónustu. Á Landsspítala Íslands á dagdeild Krabbameinslækninga, 11e er frábært starfsfólk sem og á geisladeildinni, yndislegt starfslið og hefur lagt sig í lima við að gera meðferðarferlið mitt sem þægilegast. Mikill og kærleiksríkur stðningur hefur verið frá börnum mínum og kærasta. Þau hafa hjálpað mér í gegnum síðustu mánuði. Stórfjölskyldan líka, ekki síst föðursystir mín sem var minn "guide"gegnum flókið læknaferlið og króka og kima Krabbameinsdeildarinnar. En aðaltilgangur minn er þó að lýsa þeim áhrifum sem þátttaka mín í margbreytilegri starfssemi Ljósins hefur haft á mig, mest á andlega líðan mína. Ég hef verið um mörg ár með lúmskan draug í mér sem kallast á læknamáli , þunglyndi. Hef haft á honum ansi góða stjórn með hjálp lyfja og viðtala hjá sérfræðingum. Nú þegar krabbameinið bætist við á þá urðu dagarnar "misbjartir" og einn föstudaginn í mars þá lagðist yfir mig þung mara áhyggna um það að ég myndi á nýjan leik veikjast og viti menn, depurð , niðurrif og bylgja neikvæðra hugsana yfirtóku mig. En ég var á leiðinni í Ljósið og átti þar verkefni sem ég hafði byrjað á , handverk , nefnilega Mosaik og ég dró fram stykkið með grátstafina í kverkunum og byrjaði vinna,horfði niður og hafði ekki samskipti við hina á staðnum. Á magnaðan ,ótrúlegan hátt fann ég að ég gleymdi mér algjörlega við að klípa sundur flísar og máta í verkið mitt. Ég fann hvernig iðjan og jákvætt umvefjandi umhverfið í Ljósinu feykti burtu neikvæðum hugsunum og í gegnum hendurnar á mér streymdi kraftur og áhugi fyrir að skapa, hugurinn tæmdist og ég varð glöð, Já, glöð af því að sjá verkið verða til í höndunum á mér. Slíkt hef ég aldrei upplifað áður, þörfin til að gráta hvarf og kvíði og ótti hurfu einnig og ég brosti. Varð montin og stolt yfir því sem ég gerði, ég sjálf var að skapa undir leiðsögn starfsmanna og hinna sem voru reyndar en ég. Að gleyma sér á þennan hátt yfir handverki er það sem gerist á hverjum einast degi í gamla Landsbankahúsinu að Langholtsvegi 43 , nú aðsetur Ljósins. Ég er afar þakklát og sæki kraft í það sem þar er í boðið, bæði í formi eigin handsverksgerðar svo og ýmis uppbyggjandi námskeið og fræðslu sem býðst þeim sem hafa greinst með krabbamein. Einnig er fræðsla fyrir aðstandendur krabbameinsgrreindra og námskeið. Gefið þessarri starfssemi gaum , það er þess virði. Um þessar mundir er haldið uppá að 5.ár liðin frá því Ljósið tók til starfa. Það er von mín og trú að þar haldist sama góða starfið um ókomin ár.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun