Erlent

Kjarnorkuver reist í Venesúela

Hugo Chavez
Hugo Chavez

Caracas, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti fyrir helgi að samningar hefðu náðst við Rússa um byggingu kjarnorkuvers í landinu.

Chavez sagði við tilefnið að Venesúela þyrfti meiri fjölbreytni í orkugjöfum, en landið er ríkt af olíu og gasi. Hann hrósaði Rússum fyrir að hjálpa Venesúelamönnum við að þróa nýja tækni. Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, sagði Rússa meira en tilbúna til að koma Venesúelabúum til hjálpar á þessu sviði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússland og Venesúela taka höndum saman, en samstarf landanna hefur verið náið undanfarin ár.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×