Handbolti

Öruggt hjá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Filip Jicha í leiknum í kvöld en hann var í dag valinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni.
Filip Jicha í leiknum í kvöld en hann var í dag valinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Bongarts

Kiel vann yfirburðasigur á Balingen, 32-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum.

Kiel dugir þar með sigur á Grosswallstadt í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn til að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitilinn, annað árið í röð undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Flensburg vann Lemgo, 34-31, fyrr í dag. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg og Vignir Svavarsson eitt fyrir Lemgo. Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi Lemgo.

Flensburg tryggði sér með sigurinn þriðja sæti deildarinnar en Göppingen mistókst að endurheimta það fjórða er liðið tapaði fyrir Gummersbach á útivelli í kvöld, 32-22.

Rhein-Neckar Löwen getur nú tryggt sér fjórða sætið með sigri á Wetzlar í lokaumferðinni og þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×