Lífið

Gosling hjólar í Hollywood

Ryan Gosling vill að kollegar sínir fari út á hinn almenna vinnumarkað til að halda sér á jörðinni.Nordicphotos/getty
Ryan Gosling vill að kollegar sínir fari út á hinn almenna vinnumarkað til að halda sér á jörðinni.Nordicphotos/getty

Leikarinn Ryan Gosling hvetur kollega sína í leikarastéttinni til að fá sér alvöruvinnu með leikara­starfinu. Hann telur að Hollywood væri betur sett ef leikarar tækju sér hvíld frá frægð og frama milli verkefna og færu út á hinn almenna vinnumarkað.

Sjálfur tók hann sér pásu og vann við samlokugerð eftir upptökur á myndinni The Notebook en sú mynd skaut honum upp á stjörnuhimininn á sínum tíma. „Fólk vinnur ekki í þessum bransa, það fer í Pilates og notar eiturlyf. Það er ekki í tengslum við raunveruleikann. Ef fólk vissi hvernig hvunndagurinn er væri það hamingjusamara,“ segir Gosling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.