Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju Toshiki Toma skrifar 17. desember 2010 06:00 Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða læknaferðin endurgreidd Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Í hvaða umboði gætum við framtíðarinnar? Tómas N. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar