Erlent

Kim Jong-Un loksins festur á filmu

Kim Jong-Un er lengst til vinstri. Hinn ástkæri leiðtogi og faðir hans er lengst til hægri.
Kim Jong-Un er lengst til vinstri. Hinn ástkæri leiðtogi og faðir hans er lengst til hægri.
Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hafa í fyrsta sinn birt mynd af yngsta syni leiðtogans Kim Jong-Il en talið er að hann eigi að taka við kyndlinum þegar faðir hans er allur. Á myndinni sjást 200 æðstu yfirmenn kommúnistaríkisins saman komnir á landsfundi Verkamannaflokksins en fundurinn var haldinn um síðustu helgi. Þar var sonurinn, Kim Jong-Un gerður að varaformanni herráðs flokksins auk þess sem hann var kjörinn í miðstjórn. Að auki var Jong-Un hækkaður í tign innan hersins og gerður að fjögurra stjörnu hershöfðingja. Hann er 27 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×