Viðskipti innlent

Ekki hægt að skulda Kredia meir en tæp 50.000

Öll umræða um að ungt fólk sökkvi sér í skuldir með SMS lánum vekur furðu forsvarsmanna Kredia. Í yfirlýsingu um málið segja þeir að ekki sé hægt að skulda Kredia meira en 49.511 kr. með kostnaði.

Í yfirlýsingunni segir að í tilefni þeirrar umræðu sem skapast hefur um þessi lán skal taka fram að Kredia rekur ábyrga lánastarfsemi þar sem fólki gefst kostur á smáláni í skyndi í gegnum númerið 1919 með SMS skilaboðum.

Hægt er að fá lánaðar upphæðir frá 10.000 kr. til 40.000 kr. sem endurgreiða þarf innan 15 daga. Ekki er hægt að fá nýtt lán nema greiða eldra lán og ekki er hægt að safna upp skuldum.

Starfsemin er hugsuð fyrir smálán í mjög stuttan tíma.

Forsvarsmenn Kredia vinna í fullri samvinnu með Neytendastofu og má benda á ummæli Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda í Fréttablaðinu þann 10.12.2009 um að það sé „erfitt að halda því fram að þessi lán setji einhvern á hausinn".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×