Lífið

Stella Luna skal borða vel

Ellen skírði dóttur sína Stella Luna. Nordicphotos/Getty
Ellen skírði dóttur sína Stella Luna. Nordicphotos/Getty

Grey's Anatomy-leikkonan Ellen Pompeo segir mikilvægt að dóttir sín borði hollan og góðan mat.

„Stella Luna er orðin sjö mánaða núna, komin með tvær tennur og farin að borða sjálf. Mér finnst mikilvægt að hún læri strax að borða hollan mat. Þegar ég var yngri ræktuðum við okkar eigið grænmeti, ömmur mínar kenndu mér að borða hollt og elduðu báðar mjög góðan mat. Ég þekkti því ekkert annað og ég vil að Stella Luna alist upp við hið sama," sagði hin viðkunnanlega leikkona um mataræði dóttur sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.