Innritunarreglur í framhaldsskóla 30. júlí 2010 06:00 Kæri Pawel, Þú ert einn þeirra sem er ósáttur við nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla landsins og finnur þeim allt til foráttu í grein sem birtist í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Mig langar hins vegar til að kalla eftir því að hugsandi fólk eins og þú hætti að skoða skólamál á Íslandi í gegnum hina þröngu linsu innritunar í framhaldsskóla og geri tilraun til að horfa yfir sviðið í heild. Okkur hafa nýlega borist uggvænlegar upplýsingar um að í tuttugu og níu Evrópulöndum ljúki hærra hlutfall ungmenna framhaldsskólanámi en á Íslandi. Við vitum að brottfall er mikið hér og þegar betur er að gáð leggur fólk oftast árar í bát í upphafi framhaldsskólagöngu. Ennfremur sýna rannsóknir að þar er ekki einungis námsörðugleikum um að kenna heldur kemur fleira við sögu. Ekki þarf sérfræðimenntun til að koma auga á að eitthvað er bogið við skólamál hérlendis og áríðandi að ráða þar bót á, án þess að láta fordóma byrgja sýn. Vissulega getur verið sárt fyrir ungling að komast ekki í þann skóla sem hann óskar helst en það hindrar hann ekki á leið sinni til mennta. Öllum sem ljúka grunnskólanámi er nefnilega séð fyrir skólavist og ég fullyrði að engum þeirra er vísað í lélegan skóla. Mun meira áhyggjuefni er sá stóri hópur ungs fólks sem af einhverjum ástæðum missti af lestinni á sínum tíma, er nú tilbúið að hefja framhaldsnám en fær ekki tækifæri til þess. Í þeim framhaldsskóla sem ég starfa við urðum við að hafna, annað árið í röð, umsóknum hátt í fjögur hundruð manna, átján ára og eldri, sem óskuðu eftir skólavist. Á sama tíma taka margir undir það viðhorf að menntun sé lykilþáttur í að leiða þjóðina út úr kreppunni. Þetta álít ég mun brýnna umhugsunarefni en vonbrigði þeirra sem komust ekki í þann skóla sem þeir vildu helst. Nú sýnist mér af lestri greinar þinnar að þú viljir sannarlega að allir eigi jafna möguleika á að komast inn í hvaða skóla sem er og sért því ekki beinlínis að mæla fyrir því gamalgróna hlutverki skólanna að vera félagsleg skilvinda sem flokki þjóðfélagsþegnana til framtíðarstarfa. Þú heldur því hins vegar fram að nýju innritunarreglurnar hindri „eðlilega fjölbreytni í skólakerfinu". Þetta er alrangt. Eftir að hverfaskipting var afnumin hefur nemendahópur margra skóla orðið sífellt einsleitari. Það hefur í för með sér að í þeim skólum kynnast nemendur einungis „sínum líkum", þ.e. fólki með svipaðan bakgrunn og sambærileg framtíðaráform. Þetta þekkjum við mætavel frá liðnum öldum þegar embættismenn landsins voru allir skólabræður frá sömu tveimur menntastofnunum. Að einhverjir óski þess að svo megi ennþá vera á 21. öldinni vekur hins vegar furðu og ég hef miklar efasemdir um að það sé þjóðarbúinu farsælt til frambúðar. Ég nefni sem dæmi hvort það sé sæmandi í lýðræðisríki þar sem jafnrétti þegnanna er leiðarstef að safna nemendum af erlendum uppruna saman í tvo eða þrjá framhaldsskóla sem eru reiðubúnir að veita þeim þann stuðning sem nemendur með íslensku sem annað mál þarfnast. Hverjar eru langtímaafleiðingar þess að stórir hópar útskrifast úr einstökum framhaldsskólum án þess að hafa nokkurn tíma leyst verkefni við hlið þeirra sem tala íslensku með erlendum hreim? Eru menn líklegir til að umgangast hver aðra sem jafningja í framtíðinni? Fjölbreytnin eykst með því að tæpur helmingur nýnema í hverjum Reykjavíkurskóla komi úr nágrenninu en sé ekki eingöngu valinn inn samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem einkunnir veita. Nauðsynlegt er að skólunum sé jafnframt lögð sú skylda á herðar að þjóna fjölbreyttari nemendahópi og koma til móts við margslungnar þarfir, án þess að slá í neinu af námskröfum. Eins og fram hefur komið er bráðnauðsynlegt að leita leiða til að hjálpa nemendum að fóta sig í upphafi framhaldsskólagöngu svo að draga megi úr óviðunandi brottfalli. Stundum ber ekki á öðru en að almennt ríki löngu úrelt viðhorf í menntamálum hér á landi sem birtast m.a. í hinni yfirborðskenndu umræðu um hvaða skólar séu þess virði að sitja í þeim. Það er ábyrgðarhluti að taka undir þann kór án þess að varpa í leiðinni fram þeirri spurningu hvernig menntun þjóni ungu fólki og þar með samfélaginu best. Sjónarmið fjölmenningar þar sem ólíkir hæfileikar allra fá að njóta sín vegur þungt enda gerir atvinnulífið æ ríkari kröfu um samskiptahæfni og að fólk geti unnið með hverjum sem er. Mörg verkefni bíða okkar sem störfum í íslenska skólakerfinu en ég er sannfærð um að breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla eru skref í rétta átt. Með bestu kveðjum frá gamla sögukennaranum þínum. Súsanna Margrét Gestsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Pawel, Þú ert einn þeirra sem er ósáttur við nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla landsins og finnur þeim allt til foráttu í grein sem birtist í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Mig langar hins vegar til að kalla eftir því að hugsandi fólk eins og þú hætti að skoða skólamál á Íslandi í gegnum hina þröngu linsu innritunar í framhaldsskóla og geri tilraun til að horfa yfir sviðið í heild. Okkur hafa nýlega borist uggvænlegar upplýsingar um að í tuttugu og níu Evrópulöndum ljúki hærra hlutfall ungmenna framhaldsskólanámi en á Íslandi. Við vitum að brottfall er mikið hér og þegar betur er að gáð leggur fólk oftast árar í bát í upphafi framhaldsskólagöngu. Ennfremur sýna rannsóknir að þar er ekki einungis námsörðugleikum um að kenna heldur kemur fleira við sögu. Ekki þarf sérfræðimenntun til að koma auga á að eitthvað er bogið við skólamál hérlendis og áríðandi að ráða þar bót á, án þess að láta fordóma byrgja sýn. Vissulega getur verið sárt fyrir ungling að komast ekki í þann skóla sem hann óskar helst en það hindrar hann ekki á leið sinni til mennta. Öllum sem ljúka grunnskólanámi er nefnilega séð fyrir skólavist og ég fullyrði að engum þeirra er vísað í lélegan skóla. Mun meira áhyggjuefni er sá stóri hópur ungs fólks sem af einhverjum ástæðum missti af lestinni á sínum tíma, er nú tilbúið að hefja framhaldsnám en fær ekki tækifæri til þess. Í þeim framhaldsskóla sem ég starfa við urðum við að hafna, annað árið í röð, umsóknum hátt í fjögur hundruð manna, átján ára og eldri, sem óskuðu eftir skólavist. Á sama tíma taka margir undir það viðhorf að menntun sé lykilþáttur í að leiða þjóðina út úr kreppunni. Þetta álít ég mun brýnna umhugsunarefni en vonbrigði þeirra sem komust ekki í þann skóla sem þeir vildu helst. Nú sýnist mér af lestri greinar þinnar að þú viljir sannarlega að allir eigi jafna möguleika á að komast inn í hvaða skóla sem er og sért því ekki beinlínis að mæla fyrir því gamalgróna hlutverki skólanna að vera félagsleg skilvinda sem flokki þjóðfélagsþegnana til framtíðarstarfa. Þú heldur því hins vegar fram að nýju innritunarreglurnar hindri „eðlilega fjölbreytni í skólakerfinu". Þetta er alrangt. Eftir að hverfaskipting var afnumin hefur nemendahópur margra skóla orðið sífellt einsleitari. Það hefur í för með sér að í þeim skólum kynnast nemendur einungis „sínum líkum", þ.e. fólki með svipaðan bakgrunn og sambærileg framtíðaráform. Þetta þekkjum við mætavel frá liðnum öldum þegar embættismenn landsins voru allir skólabræður frá sömu tveimur menntastofnunum. Að einhverjir óski þess að svo megi ennþá vera á 21. öldinni vekur hins vegar furðu og ég hef miklar efasemdir um að það sé þjóðarbúinu farsælt til frambúðar. Ég nefni sem dæmi hvort það sé sæmandi í lýðræðisríki þar sem jafnrétti þegnanna er leiðarstef að safna nemendum af erlendum uppruna saman í tvo eða þrjá framhaldsskóla sem eru reiðubúnir að veita þeim þann stuðning sem nemendur með íslensku sem annað mál þarfnast. Hverjar eru langtímaafleiðingar þess að stórir hópar útskrifast úr einstökum framhaldsskólum án þess að hafa nokkurn tíma leyst verkefni við hlið þeirra sem tala íslensku með erlendum hreim? Eru menn líklegir til að umgangast hver aðra sem jafningja í framtíðinni? Fjölbreytnin eykst með því að tæpur helmingur nýnema í hverjum Reykjavíkurskóla komi úr nágrenninu en sé ekki eingöngu valinn inn samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem einkunnir veita. Nauðsynlegt er að skólunum sé jafnframt lögð sú skylda á herðar að þjóna fjölbreyttari nemendahópi og koma til móts við margslungnar þarfir, án þess að slá í neinu af námskröfum. Eins og fram hefur komið er bráðnauðsynlegt að leita leiða til að hjálpa nemendum að fóta sig í upphafi framhaldsskólagöngu svo að draga megi úr óviðunandi brottfalli. Stundum ber ekki á öðru en að almennt ríki löngu úrelt viðhorf í menntamálum hér á landi sem birtast m.a. í hinni yfirborðskenndu umræðu um hvaða skólar séu þess virði að sitja í þeim. Það er ábyrgðarhluti að taka undir þann kór án þess að varpa í leiðinni fram þeirri spurningu hvernig menntun þjóni ungu fólki og þar með samfélaginu best. Sjónarmið fjölmenningar þar sem ólíkir hæfileikar allra fá að njóta sín vegur þungt enda gerir atvinnulífið æ ríkari kröfu um samskiptahæfni og að fólk geti unnið með hverjum sem er. Mörg verkefni bíða okkar sem störfum í íslenska skólakerfinu en ég er sannfærð um að breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla eru skref í rétta átt. Með bestu kveðjum frá gamla sögukennaranum þínum. Súsanna Margrét Gestsdóttir.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun